Daglegt Líf

154/366

KRISTUR HIÐ INNRA, UPPSPRETTA HAMINGJU, 2. júní

Hrósið yður af hans helga nafni. Hjarta þeirra, er leita Drottins, gleðjist.1. kron. 16, 10 DL 159.1

Margir... krefjast þess sem þeir hafa ekki. Þeir eyða peningum sinum fyrir það sem ekki er brauð og erfiði sinu fyrir það, sem ekki er til saðnings. Hina hungruðu og þyrstu sál mun halda áfram að hungra og þyrsta meðan hún tekur þátt í þessum ófullnægjandi skemmtunum. O, að hver slíkur vildi hlusta á raust Jesú: “Hver sá, sem þyrstur er, hann komi til mín og drekki.” Þá sem drekka af lífsvatninu mun ekki þyrsta framar... Kristur, uppspretta lífsins er lind friðar og hamingju. .. DL 159.2

Æskan á að mikla nafn Drottins vegna hans miklu gæsku, ástríku náðar og blíðu samúðar. Hún getur miklað nafn hans með því að kunngera náð hans í vel skipulögðu lífi og guðlegu samtali. Og er hún gerir þetta verður hún ljúflynd. Bráðlyndið hverfur. 4 DL 159.3

Það hjarta er hamingjusamast sem hefur Krist sem dvalargest. Það heimili hlýtur mesta blessun, þar sem guðræknin er ríkjandi meginregla... A vinnustofunni, þar sem friður og himnesk návist Krists ríkir munu starfsmennirnir vera trúverðugastir, dyggastir og duglegastir. Ótti og kærleikur Guðs sjást. 5 DL 159.4

Það er hvorki vellíðan eða hamingja í heiminum án Jesú. Viðurkennum hann sem vin okkar og frelsara... í honum er óviðjafnlegur unaður. O, að við mættum lifa svo á þessum stutta reynslutíma okkar, að við fengjum að ríkja með honum um endalausar tíðir eilífðarinnar! 6 DL 159.5

Ef Kristur dvelur í hjartanu fyrir trú ... munt þú vera hamingjusamur, fullur lofgjörðar og fagnaðar. 7 DL 159.6