Daglegt Líf
LYFSEÐILL TIL LÆKNINGAR ALLRA MEINA, 31. maí
Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga erud hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Matt. 11. 28 DL 157.1
Lækningakraftur Guðs er í allri náttúrunni. Ef tré skerst, ef mannvera særist eða bein brotnar, byrjar náttúran tafarlaust að laga sárið. Lækningaöflin eru tilbúin, jafnvel áður en þörfin er fyrir hendi og strax og hlutinn særist, beinist hver kraftur að uppbyggingarstarfinu. Þannig er það á andlega sviðinu. Áður en syndin skapaði þörfina, hafði Guð séð fyrir meinabót. Hver sú sál, sem lætur undan freistingu, er særð og meidd af óvininum, en hvar sem syndin er, er og frelsarinn. 136 DL 157.2
Þegar tekið er á móti fagnaðarerindinu í hreinleika þess og krafti, er það lækning á þeim sjúkdómum sem áttu upptök sín í syndinni. Sól réttlætisins rís “með græðslu undir vængjum sínum”... DL 157.3
Kærleikur sá, sem Kristur breiðir um alla mannveruna er lífgandi kraftur. Hvert líffæri — heilinn, hjartað, taugarnar — eru snert læknandi hendi. Hann vekur æðstu hæfileika raannverunnar til starfs. Hann leysir sálina undan sekt og sorg, kvíða og ótta, sem knosa lífsþrekið. Hann flytur með sér ró og stillingu. Hann gróðursetur í sálinni gleði, sem ekkert jarðneskt getur eytt — gleði í Heilögum anda — gleði, sem veitir heilsu og líf. DL 157.4
Orð frelsarans: “Komið til mín... og ég mun veita yður hvíld,” eru lyfseðill til lækninga líkamlegra, andlegra og sálrænna meina. Þó að menn hafi leitt þjáningar yfir sig með ranglæti sínu hefur hann meðaumkun með þeim. Í honum geta þeir fundið hjálp. Hann mun gera mikla hluti fyrir þá, sem treysta honum... DL 157.5
Ef mannlegar verur mundu opna glugga sálarinnar í áttina til himins og kunna að meta hinar guðlegu gjafir, mundi flóð læknandi máttar streyma inn. 137 DL 157.6