Daglegt Líf
GERIÐ ALLT GUÐI TIL DÝRÐAR, 17. maí
Hvort sem þér því etið eða drekkið, eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar. 1. Kor. 10, 31 DL 143.1
Til þess að varðveita heilsu er hófsemi í öllum hlutum nauðsynleg — hófsemi í starfi, hófsemi í mat og drykk. Hinn himneski faðir okkar sendi ljós heilsuumbótarinnar... svo að þeir, sem elska hreinleika og heilagleika geti vitað hvernig nota eigi með hyggni hið góða, sem Guð hefur séð þeim fyrir og þeir geti helgast fyrir sannleikann með því að sýna hófsemi í daglegu lífi. 77 DL 143.2
Mikla aðgát ætti að sýna við að mynda réttar venjur við mat og drykk. Sú fæða sem etin er ætti að vera slík að hún gefí sem best blóð. Það ætti að taka tillit til hinna viðkvæmu meltingarfaera. Guð krefst þess af okkur að við gerum okkar hluta í því að varðveita heilsuna, með því að vera hófsöm í öllum hlutum... Það hefur mikil áhrif á hina andlegu reynslu, hvernig farið er meó magann. Það stuðlar að hreinum athöfnum að eta og drekka í samræmi við lögmál heilsunnar. 78 DL 143.3
Meginreglan ætti að ráða í stað matarlystarinnar eða duttlunganna... Það hefur mikið að segja að vera hollur Guði. Hann hefur kröfur á alla þá, sem eru í þjónustu hans. Hann þráir, að hugur og líkami séu varðveitt við sem besta heilsu, sérhver styrkur og hæfileiki undir guðlegri stjórn og að þeir séu eins þróttmiklir og nákvæmar, strangbindindissamar venjur geta gert þá... Hófsemi í mat, drykk, svefni og klæðaburði er ein mikilvægasta meginregla hins kristna lífs. Sé sannleikurinn fluttur inn í musteri sálarinnar mun hann leiðbeina okkur í því hvernig við eigum að fara með líkamann. 79 DL 143.4
Því betur sem þú virðir lögmál heilsunnar, þeim mun skýrar getur þú greint freistingarnar og staðið í gegn þeim og þeim mun skýrar getur þú greint gildi þess sem eilíft er. Megi Drottinn hjálpa þér til að nýta sem best núverandi tækifæri og forréttindi, svo að þú getir daglega unnið nýja sigra og gengið að lokum inn í borg Guðs í hópi þeirra, sem hafa sigrað fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns. 80 DL 143.5