Daglegt Líf
NJÓTIÐ SKÖPUNARVERKA GUÐS, 16. maí
Og Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sinu er hann hafði gjört. 1. Mós. 2, 2. 3 DL 142.1
Guð setti sjöunda daginn til hliðar sem hvíldartíð fyrir manninn og var það bæði manninum til góðs og Guði til dýrðar. Hann sá að maðurinn hafði þörf fyrir dag til þess að hvílast af striti og áhyggjum, að heilsa hans og líf yrði í hættu án hvíldartíma frá starfi og kvíða daganna sex. 73 DL 142.2
Hvíldardagur Guðs á að vera gerður að blessun fyrir okkur og börn okkar... Það er hægt að benda þeim á blómstrandi jurtir, brum, sem eru að opnast, há tré og fagra frjóanga grassins og kenna þeim, að Guð hafi gert þetta allt á sex dögum og hvílst á sjöunda deginum og helgað hann. Þannig geta foreldrarnir leiðbeint börnunum, svo að þessi börn minnist hins mikla skapara alls, er þau líta á náttúruna. Hugur þeirra mun hvarfla til Guðs náttúrunnar — aftur til sköpunar heimsins, þegar grundvöllur hvíldardagsins var lagður og allir synir Guðs hrópuðu af gleði. 74 DL 142.3
Hamingjusöm er sú fjölskylda, sem getur farið til húss Guðs á hvíldardeginum eins og Jesús og lærisveinar hans fóru til samkunduhússins — yfir akra, eftir bökkum vatnsins eða gegnum lundina. 75 DL 142.4
Hvíldardagurinn býður okkur að sjá í sköpunarverkum hans dýrð skaparans. Og það er sökum þess að hann þráði, að við gerðum það, að Jesús lét dýrmætar lexíur sínar snúast um fegurð náttúrulegra hluta. Á heilögum hvíldardeginum ættum við, fremur en alla aðra daga að rannsaka boðskap þann, sem Guð hefur ritað okkur í náttúrunni. Við aettum að íhuga dæmisögur frelsarans, þar sem hann talaði þær, á ökrum og í lundum, undir berum himni, innan um grös og blóm. Er við komumst í nána snertingu við hjarta náttúrunnar, gerir Kristur okkur nærveru sína raunverulega og talar til hjartna okkar um frið sinn og kærleika. 76 DL 142.5