Daglegt Líf

131/366

VARÐVEITIÐ LÍKAMSMUSTERIÐ, 10. maí

Vitið þér eigi að þér eruð musteri Guðs og að Andi Guðs býr í yður? 1. Kor. 3, 16 DL 136.1

Guð hefur gefið ykkur bústað til að annast um og varðveita í sem bestu ástandi til að þjóna honum og vegsama. Líkamar ykkar eru ekki ykkar eigin... “Vitið þér eigi að þér eruð musteri Guðs og að Andi Guðs býr í yður?” 38 DL 136.2

Heilsan er blessun en fáir kunna að meta gildi hennar... Lífið er heilög trúnaðargjöf sem Guð einn getur gert okkur fær um að varðveita og nota honum til dýrðar. En sá sem myndaði hina undursamlegu byggingu líkamans mun sjá vandlega um að halda honum í lagi ef menn vinna ekki á móti honum. Hann mun hjálpa okkur til að ávaxta hverja þá talentu, sem okkur hefur verid treyst fyrir og nota hana í samræmi við vilja gjafarans. 39 DL 136.3

Æskan er tími til að grundvalla góðar venjur og leiðrétta rangar sem menn hafa þegar vanið sig á, að öðlast sjálfstjórn og að leggja áformin og venja sig við að haga öllum athöfnum lífsins í samræmi við vilja Guðs. 40 DL 136.4

Hinu heilaga líkamsmusteri verður að halda hreinu og óspilltu svo að Andi Guðs geti dvalið þar. Við þurfum að gæta vandlega eignar Drottins því að hver misbeiting á hæfileikum okkar styttir tíma þann sem hægt er að nota Iíf okkar Guði til dýrðar. Hafið í huga að við verðum að helga Guði allt — sál, líkama og anda. Allt er hans verði keypta eign sem verður að nota með skynsemi í þeim tilgangi að varðveita gjöf lífsins. Við getum látið Guði í té hina dýrmætustu þjónustu með því að nota rétt hæfíleika okkar til hins ítrasta við hið nytsamasta starf með því að halda hverju líffæri heilbrigðu og vernda svo hvert líffæri að hugur, sinar og vöðvar vinni samstillt. 41 DL 136.5

Þegar við gerum allt sem við getum til að njóta góðrar heilsu getum við vænst þess að hinar blessuðu afleiðingar hljótist af og þá getum við beðið Guð í trú að blessa viðleitni okkar til að vernda heilsuna. 42 DL 136.6