Daglegt Líf
HVÍLD, 9. maí
Og hann segir við þá: Komið þér nú sjálfir einir saman á óbyggðan stað og hvílist um stund — því að margir voru komandi og farandi og þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Mark. 6, 31 DL 135.1
Þó að tíminn sé stuttur og mikið starf sem gera þarf þóknast Drottni ekki að við lengjum svo vinnustundir okkar að enginn tími sé eftir til hvíldar, fyrir rannsókn á Biblíunni og fyrir samfélag við Guð. Allt þetta er nauðsynlegt til að styrkja sálina, til að setja okkur í aðstöðu til að meðtaka visku frá Guði svo að við fáum notað talentur okkar til hins ítrasta í þjónustu meistarans. 35 DL 135.2
Þegar Jesú sagði að uppskeran væri mikil og verkamennirnir fáir var hann ekki að brýna fyrir lærisveinum sínum nauðsyn látlauss strits... Hann segir lærisveinum sínum að mikið hafi reynt á þrek þeirra, að þeir verði óhæfir til starfs í framtíðinni nema þeir hvílist um stund... Farið vel með lífsþrekið, í Jesú nafni, svo að þið getið gert meira og betra starf eftir að vera endurnýjuð af hvíldinni. 36 DL 135.3
Þegar lærisveinarnir sögðu Jesú frá reynslu sinni skildi hann þörf þeirra. Starf þeirra hafði örvað þá mjög og hvatt en einnig reynt á þrek þeirra... Óbyggður staður þýddi ekki óræktuð, einmanaleg auðn, heldur staður þar sem þeir gátu verið einir í kyrrð, skemmtilegur á að líta og hressandi fyrir líkamann. Þeir leituðu slíks umhverfís nálægt mikils metnum dvalarstað við Galíleuvatnið... Hið kristna líf byggist ekki á óaflátanlegu starfi eða sífelldri íhugun... Hann vissi að stund til hvíldar og hressingar fjarri mannfjöldanum og umhverfí því sem þeir störfuðu í mundi styrkja þá og hann leitaðist við að halda frá iðandi borgum til rólegs staðar þar sem þeir gætu átt stund fyrir dýrmætt samfélag við Krist og hver við annan... Það þurfti að mennta lærisveina Jesú í því hvernig þeir ættu að starfa og hvernig þeir ættu að hvílast. Í dag er þörf á því að Guðs útvöldu starfsmenn hlýði á boð Krists um að fara einir sér og hvílast um stund. 37 DL 135.4