Daglegt Líf
DANÍEL LIFÐI EFTIR MEGINREGLU, 12. mars
Þá leituðu yfirhöfðingjarnir og jarlarnir að finna Daníel eitthvað til saka viðvíkjandi ríkisstjórninni en gátu enga sök eða ávirðing fundið því að hann var trúr svo að ekkert tómlæti eða ávirðing fannst hjá honum. Dan. 6, 5 DL 77.1
Daniel var undirorpinn sterkustu freistingum sem geta orðið á vegu æskufólks nú á dögum en samt var hann hlýðinn þeirri trúfræðslu sem hann hlaut í æsku. Hann var umkringdur áhrifum sem ætluð voru til að spilla þeim sem höltruðu milli meginreglunnar og löngunarinnar. Samt segir orð Guðs hann hafa haft gallalausa lyndiseinkunn. Daníel vogaði sér ekki að treysta á sinn eiginn siðferðiskraft. Bænin var honum nauðsyn. Guð var styrkur hans og guðsóttinn var ávallt í huga hans, í öllum gjörðum lífsins... Hann leitaðist við að lifa í friði við alla en var samt ósveigjanlegur eins og hávaxið sedrustré hvað meginregluna snerti. Í öllu sem ekki kom í bága við hollustu hans við Guð var hann auðmjúkur og hlýðinn þeim sem yfir honum réðu... DL 77.2
Í reynslu Daníels og félaga hans höfum við dæmi um sigur meginreglunnar yfir þeirri freistingu að láta eftir matarlystinni. Það sýnir okkur að vegna trúarlegra meginreglna geta ungir menn hrósað sigri yfir fýsn holdsins og verið trúir ákvæðum Guðs... Hvað hefði gerst ef Daníel og félagar hans hefðu gefið eftir við þessa heið nu yfirmenn og látið undan álaginu við þetta tækifæri með því að eta og drekka eins og siður var hjá Babyloníumönnum? Það eina frávik þeirra frá meginreglunni hefði veikt tilfinningu þeirra fyrir hinu rétta og dregið úr viðbjóði þeirra fyrir hinu ranga. Eftirlátssemi við matarlystina mundi hafa haft það í för með sér að fórnað hefði verið líkamskrafti, skírleik hugans og andlegum mætti. Eitt rangt skref hefði að líkindum leitt til annarra þar til að freistingarnar hefðu sópað þeim í burtu vegna þess að samband þeirra við himin var rofið. 29 DL 77.3