Daglegt Líf
HOLLUSTA KRISTS VIÐ MEGINREGLUR, 11. mars
Í bókrollunni eru mér reglur settar. Að gjöra vilja þinn, Guð minn, er mér yndi og lögmál þitt er hið innra í mér. Sálm. 40, 8. 9 DL 76.1
Líf Krists var frábrugðið lífi flestra annarra barna. Styrkur lundernis hans og staðfesta leiddu hann alltaf til að vera skyldurækinn og að halda sér við meginreglur réttlætisins en ekkert gat þokað honum frá þeim. Peningar eða skemmtun, lof eða aðfinnslur gátu ekki keypt hann eða ginnt hann til rangra athafna. Hann var sterkur að standast freistinguna, vitur að uppgötva hið ilia og staðfastur við að vera trúr sannfæringu sinni. DL 76.2
Hinir óguðlegu og eftirgefanlegu voru vanir að smjaðra og draga upp mynd af ánægju þeirri sem samfara væri syndugri eftirlátsemi en hann hélt svo fast við meginreglurnar að uppástungur Satans gátu ekki þokað honum. Skarpskyggni hans hafði verið æfð til að greina rödd freistarans. Hann hvikaði ekki frá skyldunni til að öðlast hylli neins. DL 76.3
Hann hafði ánægju af að rækja skyldur sínar gagnvart foreldrum sínum og þjóðfélaginu án þess að fórna meginreglum sínum eða saurgast af hinum óhreinu áhrifum sem umkringdu hann í Nazaret. 24 DL 76.4
Aldrei vék Kristur frá hlýðni sinni við meginreglur lögmáls Guðs. Aldrei gerði hann neitt gagnstætt vilja föður síns. 25 DL 76.5
Eftir að Jesú hefur veitt okkur almennar leiðbeiningar lætur hann okkur ekki eftir að giska á hvort við eigum að fara leiðina eftir hliðarstígum og hættulegum skörðum. Hann leiðir okkur beina braut og þegar við fylgjum honum eftir skrikar okkur ekki fótur. 26 DL 76.6
Sérhver sál verður að hafa samfélag við Krist á hverri stundu því hann segir: “Án mín getið þér alls ekkert gert.” Meginreglur hans eiga að vera meginreglur okkar því þessar meginreglur eru hinn eilífi sannleikur, kunngerður í réttlæti, góðvild, náð og kærleika. 27 DL 76.7
Meginreglur hans eru hið eina staðfasta sem heimur okkar þekkir. 28 DL 76.8