Daglegt Líf
ELSKIÐ EKKI HEIMINN, 8. mars
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn þá er kcerleiki til föðurins ekki í honum. Því að allt það sem í heiminum er, fýsn holdsins, fýsn augnanna og auðœfa-oflœti það er ekki frá föðurnum heldur er það frá heiminum. 1. Jóh. 2, 15.16 DL 73.1
Ef æskulýður sá sem uppi er á þessum tímum gerir réttar meginreglur að mælisnúru athafna sinna mun hann þurfa að heyja stranga baráttu. Stór hópur í þjóðfélaginu leggur sig allan fram um að gera eins og aðrir gera, að móta stefnu sína eftir mælikvarða heimsins. Þá rekur með straumnum eins og innantóma loftbólu eða rótlaust þang. Þeir hafa ekkert einstaklingseðli, ekkert sið ferðislegt sjálfstæði. Samþykki heimsins er þeim meira virði en samþykki Guðs eða mat þeirra sem hann metur. Kænskan er hið eina sem hvetur þá áfram eða stjórnar athöfnum þeirra. Þar sem þeir kunna ekki að meta sannleikann og breyta ekki eftir meginreglunni er ekki hægt að treysta þeim til neins. Þeir eru leiksoppar freistinga Satans. Þeir bera enga sanna virðingu fyrir sjálfum sér og eiga enga raunverulega hamingju í lífinu. Það er hægt að kenna í brjósti um þennan hóp manna vegna veikleika þeirra og heimsku og allir sem í sannleika vilja vera verðir virðingar sinnar eiga að forðast fordæmi þeirra. En í þess stað er oft sóst eftir samfélagi þeirra og þeir virðast búa yfir einhverjum töframætti sem næstum ómögulegt er að brjóta af sér... DL 73.2
Þegar þið myndið ykkur skoðun eða veljið ykkur félaga eigið þið að láta skynsemina og guðsóttann ráða. Verið staðföst í ásetningi ykkar, án tillits til skoðana annarra um ykkur. DL 73.3
Þeir, sem berast með straumnum, sem elska skemmtun og hóglífi og velja hinn auðveldari veg án tillits til meginreglunnar svo lengi sem löngun þeirra er fullnægt — munu aldrei standa með sigurvegurunum umhverfis hið mikla hvíta hásæti. 14 DL 73.4