Daglegt Líf
HETJUR NÚTÍMANS, 7. mars
Sá sem seinn er til reiði er betri en kappi og sá sem stjórnar geði sínu betri en sá sem vinnur borgir. Orðskv. 16,32 DL 72.1
Hann hefur sigrað sjálfið — sterkasta óvininn sem maðurinn þarf ad mæta. Sjálfsstjórnin er hinn æðsti vitnisburður um göfugleika hins kristna. Sá sem getur staðið eins og klettur í stormi aðdróttananna er ein af hetjum Guðs... DL 72.2
Sá sem hefur lært að stjórna geði sínu mun hefja sig yfir móðganir, vonbrigði og skapraun sem við verðum daglega fyrir og þetta mun hætta að skyggja á. DL 72.3
Það er tilgangur Guðs að hinn konunglegi máttur helgaðrar skynsemi, undir stjórn guðlegrar náðar, ráði í lífi mannlegra vera. Sá sem stjórnar geði sínu á þennan mátt. 11 DL 72.4
Sú kona eða sá maður sem heldur jafnvægi hugans þegar freistingin býður að láta undan ástríðunni stendur hærra fyrir augliti Guðs og himneskra engla en hinn frægasti herforingi sem leiddi her til orustu og sigurs. 12 DL 72.5
Það sem kristnir menn og konur þarfnast er kristinn hetjuskapur. Orð Guðs lýsir því yfir að sá sem stjórni geði sínu sé betri en sá sem vinni borgir. Að stjórna geði sínu þýðir að halda sjálfinu undir oki agans... Þeir þurfa í einlægni að leitast við að flytja inn í líf sitt þá fullkomnun sem sést í lífi frelsarans svo þeir verði viðbúnir að ganga inn um hliðin inn í borg Guðs þegar Kristur kemur. Guð býr í hjartanu og kærleikur hans ríkir þar. Þegar mikið er af kærleika Guðs og návist í hjartanu mun það veita kraft til sjálfstjórnar og móta og mynda hugann og lundernið. Náð Krists í lífinu mun beina takmörkum okkar, tilgangi og hæfileikum í þann farveg sem mun veita siðferðilegan og andlegan kraft — kraft sem æskufólkið mun ekki þurfa að skilja eftir í þessum heimi heldur sem það getur tekið með sér til himna og haldið um ókomnar aldir. 13 DL 72.6