Daglegt Líf
STEFÁN, FYRSTI PÍSLARVOTTURINN, 4. mars
Þannig grýttu þeir Stefán en hann ákallaði og sagöi: Drottinn Jesú, meðtak þú anda minn. Og hann féll á kné og hrópaði hárri röddu: Drottinn lát þá ekki gjalda þessarar syndar. Og er hann hafði þetta mœlt, sofnaði hann. Post. 7, 59.60 DL 69.1
Stefán, maður sem Guð elskaði og var að starfa við að vinna sálir fyrir Krist, týndi lífi sínu sökum þess að hann bar sigrandi vitnisburð um hinn krossfesta og upprisna frelsara... það hatur, sem óvinir sannleikans höfðu sýnt syni Guðs, leiddu þeir í ljós í hatri sínu til fylgjenda hans. Þeir gátu ekki þolað að heyra um þann sem þeir höfðu krossfest og það fyllti þá bræði að Stefán skyldi flytja svo djarfan vitnisburð... DL 69.2
Mennirnir í valdastöðunum fengu vitnisburð frá Guði í því ljósi sem skein af ásjónu Stefáns. En þeir smánuðu þann vitnisburð. Ó, að þeir hefðu tekið hann til greina. Ó, að þeir hefðu iðrast. En þeir vildu það ekki. 6 DL 69.3
Stefán hikaði ekki þegar hann var kallaður til að líða sakir Krists. Hann las örlög sín í hinum grimmilegu ásjónum ofsækjenda sinna og hann hikaði ekki að flytja þeim hinn síðasta boðskap sem hann átti að flytja mönnum. Hann leit upp og sagði: “Ég sé himnana opna og manns-soninn standa við hægri hönd föðurins.” Allur himinninn hafði áhuga á þessu máli. Jesús reis upp frá hásæti föður síns og hallaði sér yfir hann og leit á andlit þjóns síns og veitti ásjónu hans geisla sinnar eigin dýrðar og menn undruðust er þeir sáu andlit Stefáns ljómandi eins og þeir hefðu séð ásjónu engils. — Dýrð Guðs skein á hann og óvinir Krists grýttu hann meðan hann leit ásjónu Drottins. Finnst okkur það ekki vera erfiður dauðdagi? En ótti dauðans var horfinn og síðasta lífsanda sínum varði hann til að biðja Drottin um að fyrirgefa ofsækjendum sínum. DL 69.4
Jesús hefur gert börnum sínum það eins auðvelt og hann mögulega getur og hann vill að við fetum í hans fótspor því ef við gerum það munum við vera hluttakar Krists og dýrðar hans. 7 DL 69.5