Daglegt Líf

51/366

GÓÐVILD, 19. febrúar

Hinn góöi hlýtur velþóknun af Drottni. Orðskv. 12, 2 DL 56.1

Himinninn álítur sanna góðvild sem sannan mikilleik. Gildi mannsins ákvarðast af siðferðisstigi hans. Persóna kann að eiga eignir og gáfur en vera samt einskis virði vegna þess að hin skæra glóð góðvildarinnar hefur aldrei logað á altari hjarta hennar. 59 DL 56.2

Góðvild er afleiðing þess að guðlegur máttur ummyndar manneðlið. Með því að trúa á Krist getur hið fallna mannkyn, sem hann hefur endurleyst, öðlast trú sem vinnur í kærleika og hreinsar sálina af öllum sora. Þá koma eiginleikar Krists í ljós því að með því að sjá Krist, breytumst við til sömu myndar, frá dýrð til dýrðar, frá lunderni til lundernis. Góðir ávextir koma í ljós. Lundernið er mótað til líkingar við hið guðlega og heiðarleiki, ráðvendni og sönn góðgirni koma í ljós gagnvart syndugum mönnum. 60 DL 56.3

Drottinn hefur sett hverja mannveru til prófs og reynslu. Hann þráir að prófa og reyna okkur til að sjá hvort við viljum vera góð og gera gott í þessu lífi, til að sjá hvort hann getur treyst okkur fyrir eilífðarverðmætum og gert okkur meðlimi hinnar konunglegu fjölskyldu, börn hins himneska konungs. 61 DL 56.4

Það eru engin takmörk fyrir því góða, sem þið getið gert. Ef þið gerið orð Guðs að reglu í lífi ykkar og stjórnið athöfnum ykkar eftir fyrirmælum þess og látið allar fyrirætlanir ykkar og fyrirhöfn við að uppfylla skyldustörf ykkar vera öðrum blessun en ekki bölvun, munu áform ykkar heppnast. Þið hafið komið ykkur í samband við Guð. Þið hafið orðið öðrum ljósmiðlar. Ykkur hlotnast heiður við það að verða samstarfendur Jesú. Og þið getið ekki öðlast æðri heiður en að hljóta hina sælu blessun af vörum frelsarans: “Vel gert, þú góði og trúi þjónn.” 62 DL 56.5