Daglegt Líf

50/366

GÆSKA, 18. febrúar

Og þú gafst mér skjöld hjálprœðis þíns, og lítillœti (gœska) þitt gjörði mig mikinn. 2. Sam. 22, 36 DL 55.1

Þið eigið að sýna Krist í hógværð hans gæsku og kærleika. 55 DL 55.2

Sönn gæska er dýrmætur gimsteinn í augum Guðs. 56 DL 55.3

Við þörfnumst anda gæskunnar. Við getum ekki lifað innan fjölskyldunnar án hans. Við verðum að sýna anda gæsku, hógværðar og langlyndis ef við eigum að geta haft rétta stjórn á börnum okkar. Við viljum ekki vera aðfinnslusöm, önug og ávítandi. Við verðum sjálf að hafa anda gæskunnar ef við ætlum að kenna þeim að hafa hann ... ef við viljum að þau sýni okkur anda kærleika verðum við að sýna þeim blíðan, ástríkan anda. En samtímis má ekki vera um neinn breyskleika eða óviturlegt eftirlæti af hálfu foreldranna að ræða. Móðir verður að hafa staðfestu og einbeitni. Hún verður að vera eins föst fyrir og klettur og ekki hvika frá hinu rétta. Lögum hennar og reglum á að framfylgja alltaf og undir öllum kringumstæðum en hún getur gert þetta með gæsku og hógværð... Börnin munu vaxa upp sem guðelskandi menn og konur. 57 DL 55.4

Enginn meðlimur fjölskyldunnar getur lokað sig inni í sjálfum sér þar sem hinir meðlimir fjölskyldunnar finna ekki til áhrifa hans eða anda. Jafnvel svipurinn á andlitinu hefur á hrif til ills eða góðs. Andi hans, orð hans, athafnir hans og afstaða hans til annarra eru óvéfengjanleg... Ef hann er fylltur kærleika Krists mun hann sýna kurteisi, vingjarnleik, ljúflegt tillit til tilfinninga annarra og mun miðla félögum sínum blíðum, þakklátum og hamingjusömum tilfinningum með kærleiksathöfnum sínum. Það mun augljóst að hann lifir fyrir Jesúm... Hann mun geta sagt við Drottin: “Lítillæti (gæska) þitt gjörði mig mikinn.” 58 DL 55.5