Daglegt Líf

47/366

KÆRLEIKUR, 15. febrúar

En ávöxtur Andans er: kœrleiki, gleði, friður, langlyndi, gœska, góðvild, trúmennska, hógvœrð, bindindi. Gegn slíku er ekkert lögmál. Gal. 5, 22. 23 DL 52.1

Öllum sem trúa er hann eins og lífstréð í Paradís Guðs. Greinar hans teygja sig yfir þennan heim svo að þær blessanir sem hann hefur keypt okkur séu þar sem við getum náð í þær... Hann hefur gefið okkur huggara, Andann heilaga, sem mun gefa okkur hina dýrmætu ávexti af lífsins tré. Af þessu tré getum við tínt og etið og síðan getum við beint öðrum að því svo að aðrir geti etið. 44 DL 52.2

Sá maður sem elskar Guð íhugar lögmál hans dag og nótt. Hann er tilbúinn í tíma og ótíma. Hann ber ávexti þeirrar greinar, sem er nátengd vínviðnum. Hann gerir gott þegar hann hefur tækifæri til og alls staðar og alltaf finnur hann tækifæri til að vinna fyrir Guð. Hann er eitt af hinum sígrænu trjám Drottins og hann ber með sér ilm hvar sem hann fer. Heilnæmt andrúmsloft umlykur sál hans. Fegurð hins vel skipulagða lífs hans og guðlega tal blása öðrum í brjóst trú, von og hugrekki. Þetta er kristindómur í verki. Leitist við að vera sígræn tré. Íklæðist skarti auðmjúks og kyrrláts anda, sem hefur ákaflega mikið gildi fyrir augum Guðs. Alið í brjósti ykkar náðargjöf kærleikans, gleðinnar, friðarins, langlyndisins og gæskunnar. Þetta eru ávextir hins kristna trés. Þar sem það er gróðursett við fljótsbakkann gefur það af sér ávöxt sinn á réttum tíma. 45 DL 52.3

Ef við höfum kærleika Krists í sálum okkar kemur það af sjálfu sér að við höfum allar aðrar náðargjafir — gleði, frið, langlyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð, bindindi... DL 52.4

Þegar kærleikur Krists býr í hjartanu ... mun nærvera hans koma í ljós. 46 DL 52.5