Daglegt Líf
FÖGUR ÆTTJÖRÐ, 16. desember
Og hefðu þeir nú átt við þá ættjörðina sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til þess að snúa þangað aftur. En nú þrá þeir betri œttjörð, það er að segja himneska. Fyrir þvi blygðast Guð sín ekki að kallast Guð þeirra því að borg bjó hann þeim. Hebr. 11, 15. 16 DL 356.1
Óttinn um það að framtíðararfurinn verði látinn sýnast of efniskenndur hefur leitt marga út í það að afklæða efninu þann sannleik sem leiðir okkur til að líta á hann sem heimili. Kristur fullvissaði lærisveina sína um að hann færi til að búa þeim stað í húsi föðurins. Þeir sem viðurkenna kenningar Guðs orðs munu ekki vera með öllu fáfróðir um hinn himneska bústað og þó sá augað ekki og “ekki kom upp í hjarta nokkurs manns allt það sem Guð fyrirbjó þeim, sem elska hann.” Mannleg tunga er óhæf til að lýsa launum hinna réttlátu. Þau munu aðeins vitnast þeim sem sjá þau. Enginn takmarkaður mannshugur getur skilið dýrð paradisar Guðs. DL 356.2
Í Biblíunni er arfleifð hinna frelsuðu nefnd “ættjörð.” Þar leiðir hinn himneski hirðir hjörð sína að lindum lifandi vatns. Lífsins tré ber ávöxt á hverjum mánuði og blöð trésins eru til lækningar þjónunum. Þar eru sístreymandi ár, kristaltærar og á bökkum þeirra eru tré, sem bærast í blænum og veita forsælu yfir þá gangstíga sem ætlaðir eru hinum endurleystu Drottins að ganga á. 34 DL 356.3
Grasið verður sígrænt og mun aldrei fölna. Þar verða rósir og liljur og alls konar blóm. Þau munu aldrei fölna eða missa fegurð sína og ilm. DL 356.4
Ljónið sem við skelfumst svo mjög og óttumst hérna mun þá leggjast niður með lambinu og alls staðar á hinni nýju jörð mun vera friður og samræmi. Trén á hinni nýju jörð verða beinvaxin og hávaxin, án nokkurra vaxtarlýta. 35 DL 356.5
A hinni nýju jörð kemur enginn kaldur vindgustur, engar óþægilegar breytingar. Loftslagið verður alltaf rétt og heilsusamlegt. 36 DL 356.6