Daglegt Líf

346/366

SIGUR YFIR DAUÐANUM, 11. desember

Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. Op. 21, 4 DL 351.1

Við eigum lifandi, upprisinn frelsara. Hann braut af sér fjötra grafarinnar eftir að hafa legið þar í þrjá daga og við opna gröf Jósefs sagði hann sigri hrósandi: “Ég er upprisan og lífið.” Og hann er að koma. Erum við að búa okkur undir komu hans? Erum við tilbúin ef við skyldum sofna? Getum við þá blundað í þeirri von að Jesús taki okkur til sín?... Lífgjafinn kemur skjótlega ... til að slíta fjötra grafarinnar. Hann á að leiða fram fangana... Síðustu hugsanir þeirra snerust um gröfina en nú segja þeir: “Ó, dauði hvar er broddi þinn? Gröf, hvar er sigur þinn?” Kvöl dauðans var það síðasta sem þeir fundu... Þegar þeir vakna er kvölin öll horfin. “Ó, gröf hvar er sigur þinn?” Hérna standa þeir og það er verið að leggja síðustu hönd á það verk að veita þeim ódauðleika og síðan fara þeir upp til þess að mæta Drottni í loftinu. Hlið borgar Guðs sveiflast á lömum sínum ... og hinir endurleystu Guðs ganga inn á milli kerúba og serafa. Kristur býður þau velkomin og veitir þeim blessun sína. “Vel gjört, þú góði og trúi þjónn: ... gakk inn til fagnaðar herra þíns.” Í hverju er fólginn sá fögnuður? Vegna þeirra hörmunga sem sál hans sá og þoldi mun hann seðjast... Hér er einn maður sem vér báðum fyrir um næturtíð. Hér er annar sem við töluðum við á dánarbeði hans og hann lærði að treysta Jesú. Hér er einn sem var veslings drykkjumaður. Við reyndum að beina sjónum hans til hans sem er máttugur til að frelsa og sögðum honum að Kristur gæti gefið honum sigurinn. Það er kóróna eilífrar dýrðar á höfðum þeirra. 22 DL 351.2

Þarna eru engin vonbrigði, engin sorg, engin synd, enginn sem segir: “ég er sjúkur.” Þarna eru engar jarðarfarir, engin sorg, enginn dauði, enginn skilnaður, enginn sundurrifin hjörtu og Jesús er þarna, friður er þarna... Gleðignótt er fyrir augliti hans og yndi fyrir augliti hans að eilífu! 23 DL 351.3