Daglegt Líf
HLJÓTA HVÍTAR R É TTL ÆTISSKIKKJUR, 10. desember
Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þœr í blóði lambsins. Op. 7, 14 DL 350.1
Dýrleg verða launin sem veitt verða þegar hinir trúu starfsmenn safnast saman um hásæti Guðs og lambsins. . . Þeir munu standa frammi fyrir hásætinu og við þeim verður tekið vegna hins elskaða sonar. Allar syndir þeirra hafa verið afmáðar, öll afbrot þeirra fjarlægð. Nú geta þeir litið á dýrð hásætis Guðs í fullum mætti... Á þeim degi munu endurleystir skína í dýrð föðurins og sonarins. Englarnir munu snerta gullhörpur sínar og bjóða konunginn velkominn og sigurlaun hans — þá sem hafa verið hvítþvegnir í blóði lambsins. 20 DL 350.2
Þetta verður hamingjusöm og sameinuð fjölskylda, allir íklæddir klæðum lofgjörðar og þakkargjörðar — réttlætisskrúða Krists. Öll náttúran mun í stórkostlegri fegurð sinni færa Guði stöðuga þakkargjörð og lofgjörð. Heimurinn verður baðaður í ljósi himinsins. Árin munu líða í gleði. Tunglsljósið verður sem sólarljósið og sólarljósið sjö sinnum sterkara en það er nú. Yfir öllu munu morgunstjörnurnar syngja saman og synir Guðs hrópa af fögnuði en Guð og Kristur munu taka undir og segja: “Syndin mun ekki framar til vera, ekki heldur dauði.”... DL 350.3
Baráttan er á enda. Allri þrengingu og öllum deilum er lokið. Sigursöngvar fylla allan himininn þar sem endurleystir standa umhverfis hásaeti Guðs. Allir syngja gleðisönginn: “Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóm og visku og kraft og heiður og dýrð og lofgjörð.” DL 350.4
“Eftir þetta sá ég og sjá: mikill múgur sem enginn gat tölu á komið af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum og höfðu pálma í höndum. Og þeir hrópa hárri röddu og segja: Hjálpræðið heyrir til Guði vorum sem í hásætinu situr og lambinu.” 21 DL 350.5