Daglegt Líf

315/366

VILJINN ER ÚRSLITAAFLIÐ, 10. nóvember

Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskiptum með endurnýjungu hugarfarsins svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hid góða, hið fagra og fullkomna. Róm. 12, 2 DL 320.1

Það er ekkert sem getur haldið þér frá Guði nema uppreisnagjarn vilji. 24 DL 320.2

Viljinn er ráðandi afl í eðli mannsins. Ef viljinn tekur rétta stefnu mun öll mannverann lúta stjórn hans. Viljinn er ekki smekkurinn eða löngunin heldur er það valið, hæfileikinn til ákvörðunar, hinn konunglegi máttur sem verkar í mannanna börnum til hlýðni við Guð eða óhlýðni. DL 320.3

Þið verðið í stöðugri hættu þar til þið skiljið hinn sanna mátt viljans. Þið kunnið að trúa og lofa öllum hlutum en loforð ykkar og trú eru gagnslaus þar til vilji ykkar tekur rétta stefnu. Ef þið viljið berjast trúarinnar góðu baráttu með viljakraftinum er enginn efi að þið sigrið. DL 320.4

Ykkar hluti er að taka ákvörðun með Kristi. Þegar þið hafið beygt vilja ykkar undir hans vilja eignast hann ykkur og verkar í ykkur að vilja og framkvæma sér til velþóknunar. Eðli ykkar er beygt til hlýðni við Anda hans. Jafnvel hugsanir ykkar lúta honum. Ef þið getið ekki stjórnað hvötum ykkar og tilfinningum eins og þið óskið getið þið stjórnað viljanum og með því verður algjör breyting á lífi ykkar. Þegar þið beygjið vilja ykkar fyrir Kristi er líf ykkar falið með Kristi í Guði. Hann er þá tengdur mætti sem er ofar tignum og völdum. Þið hafið styrk frá Guði og við það eignist þið nýtt líf, líf trúarinnar. DL 320.5

Ykkur mun aldrei takast að hefja ykkur upp nema vilji ykkar fylgi Kristi og samstarfi með Anda Guðs. Ekki telja að þið megnið ekki, heldur segið: “Ég get, ég vil.” Og Guð hefur heitið ykkur Heilögum anda til þess að hjálpa ykkur í hverri fastri viðleitni. 25 DL 320.6