Daglegt Líf

308/366

BRYNJA RÉTTLÆTISINS, 3. nóvember

Klœddir brynju réttlœtisins. Ef. 6, 14 DL 313.1

Söfnuðurinn á að halda út í lokabaráttuna íklæddur herklæðum réttlætis Krists. “Fögur sem máninn, hrein sem sólin, ægileg sem herflokkur,” á hann (eða hún, konan: söfnuðurinn) að fara út um allan heiminn sigrandi og til að sigra. 7 DL 313.2

Aðeins þau klæði sem Kristur sjálfur hefur gefið okkur geta gert okkur hæf í návist Guðs. Kristur mun klæða hverja iðrandi og trúaða sál í þessi klæði — réttlætisskikkju Krists. “Ég ræð þér,” segir hann, “að þú kaupir af mér — hvít klæði til þess að skýla þér með að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar.” DL 313.3

“Allt réttlæti okkar er sem saurug klæði.” Allt sem við getum gert af sjálfum okkur er saurgað af synd. En sonur Guðs “birtist til þess að taka í burtu syndir okkar og í honum er engin synd.” Synd er skilgreind sem “lagabrot.” En Kristur var hlýðinn gagnvart öllum kröfum lögmálsins... Þegar hann var hér á jörðinni sagði hann við lærisveina sína: “Ég hefi varðveitt boðorð föður míns.” Með því að hlýða fullkomlega hefur hann gert hverri mannveru kleift að hlýða boðum Guðs. Þegar við beygjum okkur fyrir Kristi... lifum við lífi hans. Það er þetta sem felst í því að vera íklæddur réttlætisskrúða hans. Þegar Drottinn lítur á okkur sér hann því ekki fíkjuviðarblöð, ekki nekt og smán syndarinnar, heldur sína eigin réttlætisskikkju sem er fullkomin hlýðni við lög Jehóva. 8 DL 313.4

Guð hefur gert hverjum manni tilboð sem mun stuðla að því að styrkja hverja andlega taug og vöðva fyrir prófíð sem mun koma yfir alla. Mér hefur verið falinn boðskapurinn: Klæðist alvæpni réttlætis Krists... og þegar þið hafið gert allt sem þið getið hafið þið fullvissu um sigur. Hverri sál er af náð veitt tækifæri til þess að standa á bjargi aldanna. 9 DL 313.5