Daglegt Líf
GYRT SANLEIKA UM LENDARNAR, 2. nóvember
Fyrir því skuluð þér taka alvœpni Guðs til þess að þið getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og getið að öllu yfirunnu staðist. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar. Efes. 6, 13. 14 DL 312.1
Með því að ganga í ljósinu sem skín á okkur og hlýða því af sannleikanum sem við skiljum öðlumst við meira ljós. Við getum ekki afsakað okkur með því að veita viðtöku einungis því ljósi sem feður okkar áttu fyrir hundrað árum... við þráum hvert atriði sannleikans og við eigum að iðka hann daglega. 4 DL 312.2
Allur hugurinn og sálin ættu að vera gagntekin af sannleikanum svo að þið getið verið lifandi fulltrúar Krists... Guð vill að þið fyllist Heilögum anda og hljótið kraft frá haeðum. Vinnið ekki að því að verða miklir menn. En vinnið frekar að því að vera góðir og fullkomnir menn sem víðfrægið hann sem kallaði yður út úr myrkrinu inn í sitt undursamlega ljós. Guð vantar Kaleba og Jósúa, óttalausa og einlæga menn sem vilja vinna af trú og hugrekki. 5 DL 312.3
Ef sannleikurinn á sér ekki djúpar rætur í hjartanu getið þið ekki staðist próf freistinganna. Það er aðeins eitt afl sem getur haldið okkur á réttri braut þegar mest á reynir — náð Guðs í sannleikanum. Hinir óguðlegu taka vel eftir ósamkvæmni hjá okkur og eru fljótir til að gera gys að hinum veikbyggðu og haltrandi. Hinir ungu ættu að setja markið hátt. Þeir ættu í auðmjúkri bæn að leita eftir þeirri hjálp sem Guð hefur gefið fyrirheit um svo að þeir geti haft áhrif á aðra sem þeir munu ekki fyrirverða sig fyrir við lokauppgjör Drottins. Þeir sem hafa sýnt í lífi sínu háleitar kristilegar meginreglur í öllum þáttum viðskipta sinna og trúarlífs munu hafa þá miklu yfirburði að fá að ganga inn í paradís Guðs sem sigurvegarar. 6 DL 312.4