Daglegt Líf
LOTNING FYRIR HÚSI GUÐS, 9. október
Þér skuluð halda huíldardaga mína og bera lotningu fyrir helgidómi mínum. Ég er Drottinn. 2. Mós. 19, 30 DL 288.1
Guð er háleitur og heilagur og er hús hans á jörðu, staðurinn þar sem fólk hans kemur saman til tilbeiðslu, hinni auðmjúku og trúuðu sál sem hlið himinsins, Lofsöngurinn og orðin sem þjónn Krists talar eru tilskipuð tæki Guðs til að búa fólkið fyrir söfnuðinn hið efra og hina háleitu tilbeiðslu þar. 29 DL 288.2
Þegar tilbiðjendurnir ganga inn í samkomusalinn ættu þeir að gera það með háttprýði og fara hljóðlega til sæta sinna... Samtal um almenn efni, hvísl og hlátur ætti ekki að leyfa í húsi Guðs hvorki á undan samkomunni né á eftir. Lifandi guðhræðsla ætti að einkenna tilbiðjendurna. DL 288.3
Þurfi einhverjir að bíða fáeinar mínútur eftir því að samkoman hefjist ættu þeir að varðveita sannan anda helgunar með hljóðri íhugun, með því að lyfta hjartanu upp til Guðs í bæn um að samkoman verði þeim sjálfum til sérstaks gagns og leiði aðrar sálir til sannfæringar og afturhvarfs. Þeir ættu að minnast þess að himneskir sendiboðar eru í húsinu. Við verðum öll að miklu leyti af sætu samfélagi við Guð vegna eirðarleysis okkar, með því að láta undir höfuð leggjast að sjá til þess að við eigum íhugunarog tilbeiðslustundir... DL 288.4
Hefjið staðal kristindómsins upp í hugum barna ykkar. Hjálpið þeim til þess að hafa Jesúm samofinn reynslu sinni. Kennið þeim að bera mikla lotningu fyrir húsi Guðs og skilja það að þegar þau ganga inn í hús Drottins ættu þau að vera mýkt og beygð í hjarta af hugsunum sem þessum: “Guð er hér. Þetta er hús hans. Ég verð að hafa hreinar hugsanir og heilagar hvatir... þetta er staðurinn þar sem Guð kemur saman með fólki sínu og blessar það.. DL 288.5
Foreldrar ættu ekki aðeins að kenna börnum sínum að ganga inn í helgidóminn með alvarleika og lotningu heldur og að bjóða þeim það. 30 DL 288.6
Iðkið lotningu þar til hún verður hluti af ykkur sjálfum. 31 DL 288.7