Daglegt Líf
VIRÐING FYRIR FULLTRÚUM GUÐS, 8. október
Og Drottinn Guð feðra þeirra sendi þeim stöðugt áminningar fyrir sendiboða sína, því að hann vildi þyrma lýð sínum og bústað sinum. En þeir smánuðu sendiboða Drottins, fyrirlitu orð hans og gerðu gys að spámönnum hans uns reiði Drottins við lýð hans var orðin svo mikil að eigi mátti við gjöra. 2. Kron. 36, 15. 16 DL 287.1
Það ætti að sýna fulltrúum Guðs lotningu — prestum, kennurum og foreldrum sem eru kallaðir til að tala og koma fram í hans stað. Hann hlýtur heiður fyrir það að þessir aðilar séu virtir. 27 DL 287.2
Uppeldi og menntun æskufólks ætti að vera til þess fallið að hefja upp það sem heilagt er og hvetja til sannrar helgunar til Guðs í húsi hans. Margir sem segjast vera börn hins himneska konungs hafa eigi sannan skilning á helgi þess sem heilagt er. DL 287.3
Þau eru sjaldan frædd um það að presturinn sé fulltrúi Guðs, að sá boðskapur sem hann flytur er eitt af tilskipuðum tækjum Guðs við endurlausn sálna og að öllum sem á fá að hlýða verði það annað hvort ilmur frá lífi til lífs eða dauða til dauða... DL 287.4
Margir... gera guðsþjónustuna að ásteitingarefni heima, bera lof á nokkur atriði en fordæma önnur... ef hægt er að finna að ræðumanninum sem talar við guðsþjónustuna í kirkjunni skuluð þið forðast að nefna það. Talið aðeins um það góða sem hann er að gera, um góðar hugmyndir sem hann setur fram sem þið ættuð að taka til greina eins og það kæmi frá fulltrúa Guðs... DL 287.5
Það mun vera vaxandi tilhneiging til að setja heilaga og eilífa hluti á borð við almenna og munu þeir sem játa sannleikann vanvirða Guð og trúarbrögðin nema því aðeins að réttar hugmyndir um sanna tilbeiðslu og sanna lotningu séu settar fram fyrir fólkið. Það getur ekki, nema hugsanir þess þroskist, lært að meta hreinan og heilagan himininn og verið undir það búið að taka þátt í tilbeiðslunni í himinsölum þar sem allt er hreint og fullkomið, þar sem hver sýnir Guði og heilagleika hans fullkomna lotningu. 28 DL 287.6