Daglegt Líf

272/366

KRISTUR DVELUR Í MÉR, 28. September

Því sagði Jesús við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: ef þér etið ekki hold manns-sonarins og drekkið blóð hans hafið þér ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefir eilíft líf og ég mun uppvekja hann á efsta degi. Því að hold mitt er sönn fœða og blóð mitt er sannur drykkur. Jóh. 6, 53-56 DL 277.1

Að eta hold Krists og drekka blóð hans er að taka við honum sem persónulegum frelsara, trúa því að hann fyrirgefi syndir okkar og að við séum algjör í honum. Við verðum hluttakendur í eðli hans með því að skoða kærleika hans, með því að bergja af honum og með því að dvelja við hann. Kristur verður að vera sálinni það sama og fæðan er líkamanum. Fæðan getur ekki orðið okkur til gagns nema við neytum hennar, nema hún verði hluti af veru okkar. Á sama hátt hefur Kristur ekkert gildi fyrir okkur ef við þekkjum hann ekki sem persónulegan frelsara. Fræðileg þekking mun ekki gera okkur neitt gagn. Við verðum að nærast á honum, taka á móti honum í hjartað svo að líf hans verði okkar líf. Kærleikur hans og náð hans verða að verða hluti af okkur. 67 DL 277.2

Það er jafnvel ekki nóg að trúa á Krist til að öðlast fyrirgefningu synda. Við verðum stöðugt fyrir trú að taka á móti andlegum styrk og næringu frá honum fyrir orð hans... “orðin sem ég tala til yðar eru andi og eru líf.” Jesús veitti viðtöku lögmáli föðurins, og sýndi meginreglur þess í lífi sinu, birti anda þess og sýndi gagnleg áhrif þess á hjartað... Fylgjendur Krists verða að eiga hlut í hjarta hans. Þeir verða að taka á móti orði Guðs og gera það að hluta af sjálfum sér svo það geti orðið ráðandi afl í lífi og athöfn. Fyrir kraft Krists verða þeir að breytast til líkingar hans og endurspegla guðlega eiginleika. 68 DL 277.3

Við getum lifað lífi heilagleika með því að veita viðtöku lífi því sem var úthellt fyrir okkur á krossinum á Golgata. Og við veitum þessu lífi viðtöku með því að veita viðtöku orði hans með því að gjöra þá hluti sem hann bauð okkur að gjöra. Þannig verðum við eitt með honum. 69 DL 277.4