Daglegt Líf
HLUTTAKENDUR VEGNA FYRIRHEITA GUÐS, 27. September
Og með því hefur hann veitt oss hin dýrmœtu og háleitu fyrirheit til þess að þér fyrir þau skuluð vera hluttakandi í guðlegu eðli er þér hafið komist undan girndaspillingunni sem er i heiminum. 2. Pét. 1, 4 DL 276.1
Sérhvert fyrirheit sem er að finna í bók Guðs hefur að geyma hvatningu um það að við getum orðið hluttakar í guðlegu eðli. Þetta er möguleikinn — að treysta Guði að trúa á orð hans, að vinna verk hans og þetta getum við gert þegar við náum taki á guðdómleika Krists. Þessi möguleiki er meira virði fyrir okkur en allur auður heimsins. Það er ekkert á jörðu sem getur staðist samjöfnuð við það. Þegar við náum taki á þeim krafti sem þannig er lagður innan seilingar okkar öðlumst við svo sterka von að við getum fullkomlega treyst fyrirheitum Guðs. Með því að ná taki á þeim möguleikum sem eru í Kristi verðum við synir og dætur Guðs... DL 276.2
Sá sem í sannleika trúir á Krist er gerður hluttakandi guðlegs eðlis og hefur til að bera mátt sem hann getur notað í hvert sinn er hann verður fyrir freistingu. Hann mun ekki falla fyrir freistingu eða þurfa að bíða ósigur. Á reynslutímanum getur hann tileinkað sér fyrirheitin og fyrir þau komist hjá girndaspillingunni sem er í heiminum... DL 276.3
Til þess að gera okkur að hluttakendum guðlegs eðlis gaf himinninn dýrmætustu gjöf sína. Sonur Guðs lagði til hliðar konungsskrúða sinn og konungskórónu og kom til jarðarinnar sem lítið barn. Hann lofaði að lifa fullkomnu lífi frá bernsku til manndómsára. Hann setti sér að standa sem fulltrúi föðurins i föllnum heimi. Og hann vildi deyja vegna glataðs mannkyns. DL 276.4
Með fórnarlund sinni í lífinu og smánardauða hefur hann gert okkur kleift að ná guðdómleika sínum og að komast undan girndaspillingunni í heiminum... Ef þið eru hluttakendur guðlegs eðlis munið þið dag eftir dag vera að öðlast hæfni fyrir það líf sem stenst samjöfnuð við líf Guðs. Dag frá degi munuð þið staðfesta traust ykkar á Jesú og fylgja fordæmi hans og vaxa til líkingar hans þar til þið getið staðið frammi fyrir honum fullkomin. 66 DL 276.5