Daglegt Líf
ÍKLÆDD RÉTTLÆTISSKIKKJUNNI, 25. September
Og veitt var henni ad skrýdast dýru Uni, skinandi og hreinu þvi ad dýra línid er réttlœtisverk heilagra. Op. 19, 8 DL 274.1
Með brúðkaupsklæðunum... er átt við hreint og lýtalaust lunderni sem sannir fylgjendur Krists munu eiga. Söfnuðinum var “veitt...að skrýðast dýru lini, skinandi og hreinu,” ,,og hafa ekki blett eða hrukku eða neitt þess háttar.” Dýra línið, segir Ritningin, “er réttlætisverk heilagra.” Það er réttlæti Krists, hið lýtalausa lunderni hans, sem fyrir trú er veitt öllum sem taka við honum sem persónulegum frelsara. DL 274.2
Þessi skikkja sem ofin er á vefstól himinsins hefur ekki að geyma einn þráð sem fundinn er upp af mönnum. Kristur mótaði með sér fullkomna lyndiseinkunn þegar hann var hér á jörðinni og þetta lunderni býðst hann til að veita okkur... DL 274.3
Þegar við beygjum okkur fyrir Kristi tengist hjartað hjarta hans, vilji okkar verður hans vilji, hugur okkur verður eitt með honum og hugsanirnar eru beygðar til hlýðni við hann. Við lifum hans lífi. Það er þetta sem feist í því að vera íklæddur réttlætisskrúða hans. DL 274.4
Réttlæti er það að gera rétt. Og það er af verkunum sem allir verda dæmdir. Lunderni okkar opinberast af því sem við gerum. 61 DL 274.5
Ungmennum og litlum börnum ætti að kenna að velja sjálf hin konunglegu klæði sem ofin eru á vefstól himinsins — “hið dýra lín, skinandi og hreint,” sem allir helgir menn af jörðu munu klæðast. Þessi skikkja, lýtalaust lunderni Krists, er fúslega veitt hverri mannlegri veru. En allir sem veita því viðtöku munu veita því viðtöku og klæðast því hér. 62 DL 274.6
Þar sem þeir eru klæddir í dýrleg klæði réttlætis Krists munu þeir eiga sess í veislusal konungsins. Þeir eiga rétt á að slást í hóp þann sem þveginn er í blóði Krists. 63 DL 274.7