Daglegt Líf
FULLKOMNUN ER TAKMARKIÐ, 24. September
Verið þér því fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn. Matt. 5, 48 DL 273.1
Guð mun veita þeim einum viðtöku sem eru ákveðnir í því að setja markið hátt. Hann leggur þá skyldu á herðar hverjum manni að gera sitt besta. Siðferðislegrar fullkomnunar er krafist af öllum. Aldrei ættum við að lækka staðal réttlætisins til þess að afsaka erfðar eða áunnar hneigðir til ills. Við þurfum að skilja að ófullkomleiki lundernisins er synd. Allir réttlátir eiginleikar lundernisins búa í Guði sem fullkomin og samræmd heild og hver sá sem meðtekur Krist sem persónulegan frelsara nýtur þeirra forréttinda að eignast þessa eiginleika. DL 273.2
Og þeir sem vilja vera samverkamenn Guðs verða að keppa eftir fullkomnun sérhvers líffæris líkamans og hæfileika hugans. Sönn menntun er undirbúningur líkamlegra, vitsmunalegra og siðferðislegra hæfileika til þess að framkvæma sérhverja skyldu. Það er þjálfun líkama, hugar og sálar fyrir guðlega þjónustu. Þetta er sú menntun sem mun standast til eilífs lífs... DL 273.3
En Kristur hefur ekki veitt okkur neina fullvissu um það að það sé auðvelt mál að ná fullkomnun lyndiseinkunnarinnar. Göfug, alhliða lyndiseinkunn erfist ekki. Hún veitist okkur ekki af tilviljun. Göfug lyndiseinkunn ávinnst fyrir viðleitni einstaklingsins fyrir verðleika og náð Krists. Guð gefur hæfileikana, mátt hugans. Við mótum lundernið. Það mótast í harðri og strangri baráttu við sjálfið. Hverja orustuna eftir aðra verður að heyja gegn erfðum hneigðum. Við munum þurfa að gagnrýna okkur náið og megum ekki leyfa neinu óæskilegu skapgerðareinkenni að vara við án þess að lagfæra það. DL 273.4
Enginn má segja: Ég get ekki lagað lundernisgalla mína... hinir raunverulegu erfiðleikar koma af spillingu hins óhelgaða hjarta og ófúsleika til að beygja sig undir stjórn Guðs. 59 DL 273.5
Undirgefni undir vilja Krists þýðir að vera reistur upp til fullkomins manndóms. 60 DL 273.6