Daglegt Líf

262/366

SANNLEIKURINN UMMYNDAR, 18. September

Drottinn, hver fœr að gista í tjaldi þínu, hver fœr að búa á fjallinu þínu helga? Sá, er framgengur í sakleysi og iðkar réttlæti og talar sannleika af hjarta. Sálm. 15, 1. 2 DL 267.1

Við verðum að sýna í lífí okkar meginreglur sannleikans og láta þær hafa áhrif á hjörtu fólksins. Við getum týnt laufin af tré eins oft og við viljum en það mun ekki leiða til dauða þess. Næsta sumar munu laufin birtast og vera eins þétt og áður en beinið öxi að rótum trésins og þá munu ekki aðeins laufin falla af sjálfu sér heldur mun tréð deyja. Þeir sem veita sannleikanum viðtöku í kærleika til hans munu deyja heiminum og verða auðmjúk og lítilmótleg í hjarta eins og Drottinn Guð. Strax og við höfum tekið rétta afstöðu í hjarta okkar mun klæðaburður okkar, málfar okkar og líf allt vera í samræmi við orð Guðs. Við þurfum öll að auðmýkja okkur fyrir máttugri hendi Guðs. Maetti hann hjálpa okkur til að standa föstum fótum á grundvelli eilífs sannleika 40 DL 267.2

Ummyndandi áhrif sannleikans helga sálina. Hann elskar boðorð Guðs. Otti hans og fordæming eru eitt. Kærleikur Krists sem birtist í hinni miklu fórn hans til að bjarga manninum hefur fjarlægt hverja hindrun. Kærleikur Guðs streymir inn í sálina og þakklæti kemur fram í því hjarta sem var kalt sem steinn. Kristur krossfestur, réttlæti okkar, sigrar hjartað og leiðir það til iðrunar. Þetta efni er svo einfalt að börn geta skilið það, hinir lærðu og vísu hrífast af því meðan þeir sjá það í djúpum visku, kærleika og máttar, sem þeir geta aldrei komist til botns í. Við viljum sýna fólkinu þennan mikla sannleika, því fólkið sem er fjötrað í syndum sínum. Allir ættu að koma auga á það að Kristur var deyddur vegna afbrota þeirra að hann þráir að bjarga þeim. 41 DL 267.3

Minnumst þess að það er þörf á því að hver tunga og penni séu helguð verkfæri. Þegar við sem fólk lifum eins og Guð vill að við lifum mun Andi Guðs hafa mikil áhrif á okkur. 42 DL 267.4

Við ættum að vera fyllt af djúpri og varanlegri tilfinningu fyrir gildi, helgi og valdi sannleikans. 43 DL 267.5