Daglegt Líf
HELGUÐ FYRIR HLÝÐNI, 3. September
Og helgist og verið heilagir, því að ég er Drottinn, Guð yðar. Fyrir því skuluð þér varðveita setningar mínar og halda þœr. Ég er Drottinn, sá er yður helgar. 3. Mós. 20, 7. 8 DL 252.1
Adam og Eva hættu sér út á þá óheillabraut að brjóta lögmál Guðs og þær hræðilegu afleiðingar sem af synd þeirra leiddu ættu að vera aðvörun fyrir okkur um að fylgja ekki fordæmi þeirra um óhlýðni... Það er engin sönn helgun til nema fyrir hlýðni við sannleikann. Þeir sem elska Guð af öllu hjarta munu elska öll boðorð hans einnig. Helgað hjarta er í samræmi við fyrirmæli Guðs laga því að þau eru heilög, réttlát og góð. 5 Enginn sem í sannleika elskar og óttast Guð mun halda áfram að brjóta lögmálið í neinu atriði. Þegar maðurinn brýtur lögmálið er hann undir fordæmingu þess og honum verður það ánauðarok. Það skiptir ekki máli hver játning hans er. Hann er ekki réttlættur, honum er ekki fyrirgefið. DL 252.2
“Lögmál drottins er lýtalaust, hressir sálina.” Helgun líkama, sálar og anda kemur fyrir hlýðni. Helgunin er verk sem heldur áfram, heldur áfram frá einu stigi fullkomnunar til annars. 6Lifandi trú ætti að vera ofin inn í framkvæmd sérhverrar skyldu, jafnvel hinna smæstu, eins og gullinn þráður. Þá mun allt daglegt starf stuðla að kristilegum vexti. Stöðugt verður þá litið til Jesú. Kærleikurinn til hans mun veita styrk við hverja framkvæmd. Þannig getum við tengt okkur himninum gullnum strengjum með því að nota hæfileika okkar á réttan hátt. Þetta er sönn helgun því að helgun felur í sér að framkvæma glaðlega daglegar skyldur í fullkominni hlýðni við vilja Guðs. 7 Þegar sú hugsun býr í hjartanu að hlýða Guði, þegar stöðugt er leitast við að gera slíkt, leggur Jesús blessun sína yfir slíkt hugarfar og viðleitni sem bestu þjónustu mannsins og bætir úr því sem á vantar með eigin verðleikum sínum. 8 DL 252.3