Daglegt Líf

245/366

SEPTEMBER—HELGAÐ LÍF

ALGJÖRLEGA HELGUÐ: LÍKAMI, SÁL OG ANDI, 1. September

En sjálfur frið arins Guð helgi yður algjörlega og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists. 1. Þess. 5, 23 DL 250.1

Helgunin sem sett er fram í Heilagri ritningu snertir alla mannveruna — anda, sál og líkama. Hér kemur fram hin sanna hugmynd um algjöra helgun. Páll biður þess að söfnuðurinn í Þessaloníku fái að njóta þessarar miklu blessunar. “En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krist.” 1. Þess. 5, 23... DL 250.2

Sönn helgun er algjört samræmi við vilja Guðs. Sigrast er á hugsunum og tilfinningum sem lúta að uppreisn og raust Jesú vekur nýtt líf sem streymir um alla mannveruna. Þeir sem eru í sannleika helgaðir munu ekki setja fram eigið álit sem staðal þess sem rétt er eða rangt. Þeir eru ekki stoltir og hrokafullir heldur gæta þeir sín og hugleiða ávallt hvort misbrestur hafi orðið á því hjá þeim að uppfylla skilyrðin sem fyrirheit Guðs byggjast á... DL 250.3

Biblíuleg helgun er ekki fólgin í sterkum tilfinningum. Í þessu efni fara margir villir vega. Þeir telja tilfinningar vera einkenni. Þegar þeim finnst þeir vera upphafnir eða hamingjusamir telja þeir að þeir séu helgaðir. Tilfinningasæla eða skortur á fögnuði er engin sönnun þess að persóna sé helguð eða ekki helguð. Helgun á augabragði er ekki til. Sönn helgun er daglegt verk sem heldur áfram svo lengi sem lífið varir. Þeir sem eru að berjast daglega við freistingar, við að sigra syndugar hneigðir og leita eftir heilagleika hjarta og lífs koma ekki fram með neinar steigurlátar kröfur um heilagleika. Þá hungrar og þyrstir eftir réttlæti. Syndin er í þeirra augum afar syndug. 1 DL 250.4

Sönn helgun ... er ekkert annað en að deyja daglega sjálfinu og beygja sig daglega undir vilja Guðs. 2 DL 250.5