Daglegt Líf
HJÁLPIÐ ÞEIM SEM FYRIR OFRÍKI VERÐUR, 26. ágúst
Lœrið gott að gjöra, léitið þess sem rétt er. Hjálpið þeim sem fyrir ofríki verður, rekið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar. Jes. 1, 17 DL 244.1
Jesús hinn dásamlegi frelsari, fyrirmynd manna, var fastur sem klettur þar sem sannleikur og skylda var annars vegar. Lif hans var fullkomin fyrirmynd um sanna kurteisi. Vingjarnleiki og góðleiki gáfu lunderni hans indælan blæ. Hann átti alltaf vingjarnlegt tillit og huggunarríkt orð fyrir fátæka og hrjáða... 71 DL 244.2
Þegar þið mætið þeim sem eru áhyggjufullir og kúgaðir, sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér til þess að finna huggun, skuluð þið leggja ykkur fram um að hjálpa þeim. Það er ekki tilgangur Guðs að börn loki sig inni í sjálfum sér og sýni engan áhuga á velferð þeirra sem miður mega sín. Minnist þess að Kristur dó jafnt fyrir þá sem ykkur. Andi sáttar og vingjarnleika mun opna leiðina fyrir ykkur til þess að hjálpa þeim til að vinna traust þeirra og blása í huga þeirra hugrekki og von. 72 DL 244.3
Menn ættu ekki að leyfa viðskiptum að ræna sig mannúð sinni... vingjarnleg orð, skemmtilegt augnatillit og prúð framkoma eru mikils virði. Það eru miklir töfrar fólgnir í samskiptum þeirra manna sem eru í sannleika kurteisir... Ahrif slíkra manna eru uppbyggjandi og göfgandi þegar þeir hafa samskipti við fátæka og hrakta sem eru beygðir af sjúkdómum og fátækt! Ættum við að synja þeim um það smyrsl sem slík samskipti veita? 73 DL 244.4
Í hvert skipti sem við sýnum réttlæti, náð og góðvild er leikið lag á himnum. Faðirinn lítur frá hásæti sínu á þá sem inna af hendi þessi náðarverk og telur þá með dýrmætum fjársjóðum sínum. “Og þeir skulu vera mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi sem ég hefst handa.” Hvert góðverk er við vinnum fátækum og þjáðum er skoðað sem gert Jesú. Þegar þú hefur samúð með fátækum, hrjáðum og kúguðum og gerist vinur munaðarlausra kemst þú í nánara samfélag við Jesú. 74 DL 244.5