Daglegt Líf

237/366

AÐ MIÐLA HINUM HUNGRUÐU AF BRAUÐI MÍNU, 24. ágúst

Það er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hœlislausa menn. Jes. 58, 7 DL 242.1

Hvað er sönn trú? Kristur hefur sagt okkur að sönn trú sé að sýna samúð, meðaumkun og kærleika á heimilinu, í söfnuðinum og í heiminum... DL 242.2

Við eigum að hugsa um aðra og annast um þá sem þarfnast kærleika okkar, miskunnsemi og umhyggju. Við eigum ávallt að minnast þess að við erum fulltrúar Krists og við eigum að deila með öðrum þeim blessunum sem hann veitir okkur, ekki med þeim sem launa okkur aftur heldur með þeim sem meta gjafirnar sem munu uppfylla tímanlegar og andlegar þarfir þeirra. Þeir sem halda veislu í þeim tilgangi að hjálpa þeim sem njóta lítillar gleði, í þeim tilgangi að veita birtu inn í drungalegt líf þeirra, í þeim tilgangi að draga úr fátækt þeirra og kvöl, koma fram af óeigingirni og í samræmi við fræðslu Krists. 66 DL 242.3

Allt umhverfís okkur sjáum við skort og þjáningar. Fjölskyldur eru í þörf fyrir mat. Börnin gráta eftir brauði. Í húsum hinna fátæku eru ekki viðeigandi húsgögn eða rúm. Margir búa í greni þar sem skortir öll þægindi. Hróp hinna fátæku nær til himins. Guð sér. Guð heyrir. 67 DL 242.4

Það starf að safna inn fátækum... er það verk sem hver söfnuður sem trúir á sannleikann fyrir þennan tíma hefði fyrir löngu síðan átt að vera að vinna. Við eigum að sýna samúð Samverjans með því að sinna líkamlegum nauðþurftum þeirra, fæða hina hungruðu, bjóða heim til okkar hinum fátæku sem eru alls staðar burt reka og að öðlast frá Guði á hverjum degi náð og styrk sem mun gera okkur kleift að ná til dýpstu fylgsna mannlegrar eymdar og hjálpa þeim sem hafa ekki möguleika á að hjálpa sér sjálfir. Er við gerum þetta höfum við gott tækifæri til þess að setja Krist fram sem hinn krossfesta. 68 DL 242.5