Daglegt Líf
FÆÐA FYRIR SÁLU MÍNA, 22. Janúar
Kœmu orð frá þér gleypti ég við þeim og orð þín voru mér unun og fögnuður hjarta míns. Jer. 15, 16 DL 28.1
Það er ómögulegt fyrir neinn mannshuga að gerþekkja eitt sannleiksatriði eða fyrirheit Biblíunnar. Einn grípur dýrðina frá einu sjónarmiði og annar frá öðru. Samt greinum við aðeins glætuna. Hinn fulli Ijómi er utan sjónarsviðs okkar. Er við íhugum hin mikilfenglegu atriði í orði Guðs lítum við niður í lind sem víkkar og dýpkar er við störum í hana. Breidd hennar og dýpt eru ofar skilningi okkar. Er við horfum, víkkar sjónarsviðið. Fram undan okkur sjáum við endalaust úthaf. Slíkt nám hefur lífgandi mátt. Hugur og hjarta fá nýjan styrk, nýtt líf. DL 28.2
Þessi reynsla er æðsti vitnisburður þess að höfundur Biblíunnar er guðlegur. Við meðtökum orð Guðs sem fæðu fyrir sálina á líkan hátt og við neytum brauðs fyrir líkamann. Brauð uppfyllir þarfir okkar. Við vitum af reynslu að það framleiðir blóð, bein og heila. Reynið Biblíuna á líkan hátt. Hverjar verða afleiðingarnar þegar meginreglur hennar hafa í raun og veru orðið hluti af lunderni okkar? Hvaða breytingar hafa orðið á lífinu? — “Hið fyrra er farið, sjá allt er orðið nýtt.” Í krafti hennar hafa menn og konur brotið hlekki syndugra venja. Þau hafa hafnað eigingirni. Hinn vanheilagi hefur orðið auðmjúkur, hinn drukkni algáður, hinn ósiðsami hreinn. Sálir, sem hafa haft á sér yfirbragð Satans hafa umbreyst í mynd Guðs. Breytingin er kraftaverk kraftaverkanna. Breytingin, sem orðið hefur í för með sér, er ein af hinum dýpstu leyndardómum þess. Við getum ekki skilið það. Við getum aðeins trúað, að það sé eins og Ritningin segir: “Kristur í yður, von dýrðarinnar.” Þekkingin á þessum leyndardómi er lykillinn að öllum öðrum. Það opnar sálinni fjársjóðu alheimsins, möguleika óendanlegs þroska. 57 DL 28.3