Daglegt Líf
AÐ SYNGJA OG BIÐJA MEÐ NÁGRÖNNUM MÍNUM, 22. ágúst
Og sungu þeir lofsönginn með gleði, hneigðu sig og féllu fram. 2. Kron. 29, 30 DL 240.1
Að setja sannleikann fram í kærleika og samúð við hvers manns dyr er í samræmi við þær leiðbeiningar sem Kristur gaf lærisveinum sínum þegar hann sendi þá út í fyrstu kristniboðsferð sína. Það mun nást til margra með lofsöngvum til Guðs, með auðmjúkum, hjartnæmum bænum, með einfaldri framsetningu Biblíusannleika með fjölskyldunni. Hinir guðlegu starfsmenn munu vera viðstaddir til að sannfæra hjörtu manna. “Ég er með yður alia daga” er fyrirheit hans. Fyrir fullvissu um návist slíks hjálpara getum við starfað með von og trú og hugrekki. 58 DL 240.2
Þörf er á þeim sem hafa sönggáfu. Söngur er ein af áhrifaríkustu leiðunum til að hafa áhrif á hjörtun meá andlegum sannleika. Oft hafa menn fyrir helga söngva snúist til iðrunar og trúar... Það ætti að kenna safnaðarmeðlimum ungum og eldri að ganga fram til að boða heiminum hinn síðasta boðskap. Ef þeir framganga í auðmýkt munu englar Guðs fara með þeim og kenna þeim hvernig á að hefja upp röddina í bæn, hvernig á að hefja upp raust sína í söng og boða boðskapinn fyrir þessa tíma. 59 DL 240.3
Lærið að syngja einfalda söngva. Þeir munu hjálpa þér í heimsóknastarfi þínu og munu snerta hjörtun fyrir áhrif Heilags anda. Kristur heyrðist oft syngja lofsöngva... það var fögnuður í hjarta hans. Við lærum af orði Guðs að það er fögnuður hjá englum himinsins yfir einum iðrandi syndara og að Drottinn fagnar yfir söfnuði sínum með söng. 60 DL 240.4
Þegar þið eins og lærisveinarnir gangið frá einum stað til annars og segið söguna um kærleika frelsarans munuð þið eignast yini og munuð sjá ávexti starfs ykkar. 61 DL 240.5