Daglegt Líf

218/366

AUÐGIST AÐ KÆRLEIKA HEIMA OG HEIMAN, 5. ágúst

Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar. En yður fylli Drottinn og auðgi af kœrleika hvern til annars og til allra eins og vér berum kœrleika til yðar. 1. Þess. 3, 11. 12 DL 223.1

Trúboðsverk á að vinna í heimilinu. Þar eiga þeir sem hafa meðtekið Krist að sýna hvað náðin hefur gert fyrir þá. Guðleg áhrif stjórna sönnum fylgjendum Krists og slík áhrif munu sýna sig í heimilinu og munu stuðla að fullkomnun lundernis allra á heimilinu. DL 223.2

Séu heimilisverkin framkvæmd af trúmennsku hefur það áhrif á þá sem utan heimilisins eru. Andlegur vöxtur okkar í heimilinu kemur fram í trúboðsstörfum okkar utan þess. Í föðurhúsum á að koma fram vitnisburður um hæfni til að vinna fyrir söfnuðinn. Með einlægum og auðmjúkum hjörtum eiga fjölskylduliðarnir að leitast við að vera þess fullvissir að Kristur búi í hjartanu. Þá geta þeir gengið fram væddir og tygjaðir til þjónustu... DL 223.3

Sú viðleitni að gera heimilið að því sem það ætti að vera — táknmynd um heimilið á himnum — býr okkur undir verk á æðra sviði. Það uppeldi sem við hljótum með því að sýna hvert öðru tillitssemi gerir okkur kleift að vita hvernig við eigum að ná til þeirra hjartna sem þarfnast fræðslu í meginreglum sannrar trúar. Söfnuðurinn þarfnast alls þess áunna andlega máttar sem hægt er að fá svo að megi vernda vandlega alla fjölskyldu Drottins en einkum hina ungu. Sannleikurinn sem kemur fram í lífinu heima á heimilinu mun birtast í óeigingjörnu starfi utan þess. Sá sem lifir kristindóminn á heimilinu mun vera skært og skínandi ljós alls staðar. 9 DL 223.4

Því nánar sem fjölskyldan vinnur saman á heimilinu því gagnlegri og hjálplegri verða áhrif föður og móður og sona og dætra utan heimilisins. 10 DL 223.5