Daglegt Líf
ÞANNIG LÝSI LJÓS YÐAR, 4. ágúst
Þér eru Ijós heimsins.. .þannig lýsi ljós yðar mönnunum til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar sem er í himnunum. Matt. 5, 15-16 DL 222.1
Ef þið gangið í ljósinu getið þið verið ljósberar fyrir heiminn. Reynið ekki að framkvæma eitthvert mikið verk og vanrækja litlu tækifærin sem nálægt ykkur liggja. Við getum gert mjög mikið með því að sýna sannleikann í daglegu lífi okkar. Ekki er auðvelt að standa í gegn slíkum áhrifum. Menn geta komið með gagnrök gegn röksemdum okkar. Þeir geta sýnt hvatningarorðum okkar áhugaleysi. En líf sem stjórnast af heilögu markmiði, af óeigingjörnum kærleika til annarra, er röksemd með sannleikanum sem þeir geta ekki mælt á móti. Hægt er að koma langtum meiru í kring með auðmjúku, helguðu og hreinu lífi en hægt er að gera með prédikun þegar guðlegt fordæmi vantar. Þið getið starfað að því að byggja upp söfnuðinn, að uppörva bræðurna, og að gera félagsstundirnar áhugaverðari. Og þið getið látið bænir ykkar stíga upp sem hvassa sigð með starfsmönnunum sem vinna við uppskeruna. Hver og einn ætti að hafa persónulegan áhuga, umhyggju fyrir sálum og að vaka og biðja um framgang starfsins. DL 222.2
Þið getið einnig í auðmýkt vakið athygli annarra á dýrmætum sannindum Guðs orðs. Verið getur... að ungir menn geti aldrei sett sannleikann fram frá ræðupúltinu en þeir gætu gengið frá einu húsinu til annars og bent fólkinu á lamb Guðs sem ber synd heimsins. Sori villunnar hefur kaffært dýrmæta gimsteina sannleikans en starfsmenn Guðs geta afhjúpað þessa dýru steina svo að margir geti litið á þá með fögnuði og lotningu. DL 222.3
Alls konar verk þarf að vinna sem menn með ólíka hæfileika geta tekið þátt í. Á degi Drottins mun ekki einn vera afsakaður fyrir að loka sig inni í þröngum hring eigingjarnra áhugamála. Þið haldið lífinu í ykkar eigin sálum með því að vinna fyrir aðra... Einlæg og óeigingjörn viðleitni mun safna inn kornknippum fyrir Jesú... Drottinn er voldugur hjálpari. 8 DL 222.4