Daglegt Líf

207/366

JÓNATAN OG DAVÍÐ, 25. júlí

En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum — Jónatan liggja veginn á hœðum þínum! Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér hugljúfur! Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna. 2. Sam. 1, 25. 26 DL 212.1

Vinátta Jónatans og Davíð var... að ráði Guðs til þess að vernda líf verðandi konungs í Ísrael. 68 DL 212.2

Á þessum tíma þegar svo fáir sólskinsblettir voru á vegferð Davíds gladdist hann yfir þessari óvæntu heimsókn Jónatans sem hafði komist að felustað hans. Dýrmæt voru augnablikin sem þessir tveir vinir áttu saman. Þeir sögðu frá reynslum sínum og Jónatan styrkti hjarta Davíðs segjandi: “Ottast ekki! Því að hönd Sáls föður míns mun ekki fínna þig og þú munt verða konungur yfir Ísrael og ég mun verða næstur þér og það veit Sál faðir minn.” Þegar þeir töluðu um hin dásamlegu afskipti Guðs af Davíð hlaut hinn eftirlýsti flóttamaður mikla hvatningu. “Og þeir tveir gjörðu sáttmála frammi fyrir Drottni: Og Davíð dvaldi í skóginum og Jónatan fór heim til sín.” DL 212.3

Eftir heimsókn Jónatans söng Davíð lofsöngva og lék undir á hörpu sína. 69 DL 212.4

Jónatan var fæddur til að erfa hásætið en vissi samt að Guð hafði ýtt honum til hliðar. Hann var besti og trúasti vinur keppinautar síns og verndaði oft líf Davíðs og lagði sig í lífshættu fyrir hann. Hann var staðfastur við hlið föður síns á þeim dimmu árum þegar vald hans fór dvínandi og hann féll að lokum við hlið hans. Nafn Jónatans er dýrmætt á himnum og það stendur á jörðu sem vitnisburður um tilvist óeigingjarns kærleika. 70 DL 212.5

Þegar við erum tengd við Krist erum við tengd við samferðamenn okkar með gullnum hlekkjum kærleikans. 71 DL 212.6