Daglegt Líf
GERIÐ HEIMILIÐ AÐ BLESSUN FYRIR AÐRA, 16. júlí
En þegar þú gjörir heimboð þá bjóð þú fátœkum, vanheilum, höltum og blindum... því að þeir hafa ekkert að endurgjalda þér með. En þér mun verða endurgoldið það í upprisu hinna réttlátu. Lúkas 14, 13. 14 DL 203.1
Guð geðjast ekki að þeim eigingjarna áhuga sem beinist að “okkur og fjölskyldu okkar.” Hver fjölskylda sem elur með sér þennan anda þarf að endurfæðast fyrir hina hreinu meginreglu sem birtist í lífi Krists. Þeir sem loka sjálfa sig í skel, sem eru ófúsir að taka á móti gestum, fara á mis við margar blessanir. 48 DL 203.2
Við getum gert heimili okkar að blessun fyrir marga aðra. Félagsleg samskipti okkar ættu ekki að stjórnast af siðum heimsins heldur af Anda Krist og kenningum orðs hans. í öllum hátíðahöldum Israelsmanna var séð fyrir hinum fátæku, ókunnugum og levítum sem voru bæði aðstoðarmenn prestanna í helgidómnum og trúarlegir fræðarar og trúboðar. Þeir voru skoðaðir sem gestir fólksins og áttu að njóta gestrisni þess þegar komið var saman í félagslegum eða trúarlegum tilgangi og þá átti að annast bæði í sjúkleika og í þörf þeirra. Það er þannig fólk sem við ættum að bjóða velkomið á heimili okkar. En hve slíkt boð gæti gert mikið til þess að gleðja og hverja trúboða meðal hjúkrunarfræðinga eða kennara, hina áhyggjufullu og sívinnandi móður eða hina öldruðu og óstyrku sem svo oft eru heimilislaus og eru að berjast áfram í fátækt og við margs konar vonbrigði... DL 203.3
Mörgum slíkum yrði það sem glampi frá himnum að vera boðin hlýleg velkomin inn á heimilið og fá saeti við fjölskylduborðið eða að njóta þeirra forréttinda að vera viðstödd bænastundina á heimilinu. DL 203.4
Samúð okkar á að ná lengra en til okkar sjálfra eða nánustu fjölskyldu. Það bíða dýrmæt tækifæri þeirra sem vilja gera DL 203.5
Tími okkar hér er stuttur. Við förum aðeins einu sinni vegferðina í lífinu. Þegar við förum þessa vegferð skulum við nýta sem best tækifæri lífsins. 49 DL 203.6