Daglegt Líf

197/366

HALDIÐ FJÖLSKYLDUNNI SAMAN MEÐ ÁSTÚÐ, 15. júlí

Að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nœtur. Sálm. 92, 2 DL 202.1

Trúin á Krist mun leiða okkur til þess að gera allt það góða sem mögulegt er bæði háum og lágum, ríkum og fátækum, sælum og kúguðum. En einkum mun það leiða okkur til að sýna vingjarnleika í okkar eigin fjölskyldu. Hún mun birtast í háttvísi og kærleika gagnvart föður og móður, eiginmanni, eiginkonu og barni. Við eigum að líta til Jesú, eignast Anda hans, lifa í ljósi gæsku hans og kærleika og endurspegla dýrð hans á aðra. 42 DL 202.2

Þeir sem eru tengdir skyldleikaböndum ættu að hafa sterkustu kröfur hver á annan. I samskiptum sínum hver við annan ættu þeir að sýna vingjarnleika og blíðasta kærleika. 43 DL 202.3

Hlýleg framkoma, ljúfleiki í tali og kærleiksríkar athafnir munu tengja hjörtu barnanna hjörtum foreldranna með silkiböndum ástúðarinnar og munu gera meira til að gera heimilið aðlaðandi en dýrasta skraut sem hægt er að kaupa fyrir gull. 44 DL 202.4

Gagnkvæmur vingjarnleiki og umburðarlyndi mun gera heimilið að paradís og laða heilaga engla inn í fjölskylduna en þeir munu flýja frá því húsi þar sem heyra má óvingjarnleg orð, fyrtni og deilur. 45 DL 202.5

I Biblíunni er að finna hinar dýrmætustu reglur fyrir félagsleg samskipti og samskipti í fjölskyldunni... Fjallræða frelsarans hefur að geyma dýrmæta fræðslu fyrir unga sem eldri. Hana ætti oft að lesa í fjölskyldunni og dýrmætar kenningar hennar birtast í daglegu lífi. Gullna reglan: “Það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þið og þeim gjöra” ... ætti að vera lög í fjölskyldunni. Þeir sem elska Anda Krists munu vera kurteisir heima... Þeir munu stöðugt vera að leitast við að gera alla í kringum sig hamingjusama og gleyma sjálfum sér við það að sýna öðrum vinsemd. 46 DL 202.6

Kristileg kurteisi eru þau gullnu bönd sem tengja meðlimi fjölskyldunnar saman í kærleikssamfélag og verða nánari og sterkari með hverjum degi. 47 DL 202.7