Daglegt Líf

193/366

LJÚF RÆÐA, 11 júlí

Herrann Drottinn hefur gefið mér lœrisveina tungu svo að ég hefði vit á að styðja hina mæddu með orðum mínum. Hann vekur á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt svo ég taki eftir eins og lœrisveinar gjöra. Jesaja 50, 4 DL 198.1

Ef Kristur býr í okkur munum við vera kristnir menn heima jafnt sem að heiman. Sá sem er kristinn mun mæla vingjarnleg orð við skyldfólk og félaga. Hann mun vera vingjarnlegur, kurteis, ástríkur, samúðarfullur og mun vera að ala sig upp til þess að vera hæfur fyrir fjölskylduna hið efra. Ef hann er meðlimur hinnar konunglegu fjölskyldu mun hann koma fram sem fulltrúi þess ríkis sem hann er að fara til. Hann mun tala með blíðu við börn sín því hann mun gera sér grein fyrir því að þau eru líka erfingjar Guðs, meðlimir hinnar himnesku hirðar. Börn Guðs munu ekki sýna neina hörku. 25 DL 198.2

Sumir stæra sig af því að vera berorðir, blátt áfram og grófir og þeir kalla þetta hreinskilni en það er ekki rétta nafnið. Það er eigingirni í svörtustu mynd. 26 DL 198.3

Kristur var alltaf rólegur og virðulegur og þeir sem starfa með honum munu nota í starfi sínu olíu náðarinnar. Orð þeirra og athafnir munu hafa mýkjandi áhrif. 27 DL 198.4

Við verðum að venja okkur á að sýna meðaumkun, vera viðkvæm og blíð, sýna fyrirgefningu og samúð. Við eigum að afleggja allan hégóma, heimskulegt tal, grin og glens en þó ekki að verða köld, ófélagslynd og laus við samúð. Andi Drottins á að hvíla yfir þér þar til þú verður eins og ilmandi blóm í garði Guðs. Þú átt að halda áfram að tala um ljósið, um Jesúm, sól réttlætisins þar til þú breytist frá dýrð til dýrðar, frá lunderni til lundernis og gengur fram í auknum styrk og endurspeglar betur og betur hina dýrmætu mynd Jesú. 28 DL 198.5

Kristur er ávallt tilbúinn að veita af auði sínum og við ættum að safna saman þeim dýrmætu steinum sem frá honum koma svo að þessir gimsteinar geti fallið af vörum okkar þegar við tölum. 29 DL 198.6