Daglegt Líf

192/366

GLAÐVÆRÐ, 10 júlí

Sá sem iðkar miskunnsemi gjöri það með gleði. Róm. 12, 8 DL 197.1

Þú hefur skyldu að sinna sem er að vera glaður og rækta með þér óeigingirni í tilfinningum þínum þar til það verður þín mesta ánægja að gera alla hamingjusama í kringum þig... DL 197.2

Glaðværð án léttúðar er ein af náðargjöfum hins kristna manns. 21 DL 197.3

Leyfðu ekki vandræðum og áhyggjum daglega lífsins að gjöra þig fyrtinn eða brúnaþungan. Ef þú gerir það munt þú alltaf finna eitthvað til þess að gera þér lífið leitt. Lífið er eins og við gerum það og við munum fínna það sem við leitum að. Ef við leitum að sorg og vandræðum, ef við erum þess sinnis að magna smávægilega erfiðleika, munum við fínna nóg af slíku til þess að fylla hugann og orðræðu okkar. En ef við lítum á björtu hliðarnar munum við finna nóg til þess að gera okkur glöð og hamingjusöm. Ef við brosum munu brosin koma aftur til okkar. Ef við erum skemmtileg og glaðleg í tali mun vera talað við okkur á sama hátt. 22 DL 197.4

Það er ákveðið áform Satans að sveifla mönnum frá einum öfgunum til annarra. Guð vill að við sem erum börn ljóssins ræktum með okkur glaðlegt og hamingjusamt hugarfar til þess að við getum víðfrægt dáðir hans sem kallaði okkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. DL 197.5

Farið niður í kjallara og þá getið þið vel talað um myrkur og sagt: “Ég get ekkert séð, ég get ekkert séð.” En farið upp í loftstofuna þar sem ljósið skín og þá þurfið þið ekki að vera í myrkri. Komið upp þangað sem Kristur er og þá munu þið hafa ljós. 23 DL 197.6

Einlægir kristnir menn leitast við að líkja eftir Jesú því að það að vera kristinn er að vera Kristi líkur... einlæg og fús þjónusta við Jesú leiðir til bjartrar trúar... Í Kristi er ljós og friður og fögnuður að eilífu. 24 DL 197.7