Daglegt Líf
ELSKIÐ BÆÐI VINI OG ÓVINI, 3 júlí
Hver af þessum þremur sýnist þér hafa reynst náungi manninum sem féll í hendur rœningjunum? En hann mœlti: Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum. Og Jesús sagði við hann: Far þú og gjör þú slíkt hið sama. Lúkas. 10, 36. 37 DL 190.1
Kristur kom til að brjóta niður hvern aðskilnaðarmúr. Hann kom til að sýna að gjöf náðar hans og kærleika er ótakmörkuð eins og loftið, ljósið eða regnskúrirnar sem endurnæra jörðina... Hann gerði engan mun á nágrönnum og ókunnugum, vinum og óvinum... DL 190.2
Hann leit ekki á neina mannveru sem einskis nýta... Það var sama í hvaða hóp hann var. Hann setti ávallt fram lexíu sem átti við stund og stað. í hvert skipti sem menn vanræktu samferðamenn sína eða móðguðu þá leiddi það aðeins til þess að hann skynjaði betur þörf þeirra á samúð hans, guðlegri og mannlegri. Hann leitaðist við að blása von í brjóst hinna hrjúfustu og óefnilegustu og setti fram fyrir þá þá fullvissu að þeir gætu orðið flekklausir og lýtalausir og öðlast þá skapgerð sem sýndi að þeir væru börn Guðs. DL 190.3
Oft urðu á vegi hans einstaklingar sem höfðu komist undir stjórn Satans og höfðu engan mátt til þess að brjótast undan valdi hans. Við slíka menn — vondaufa, sjúka og fallna í synd — mælti Jesús hin blíðustu samúðarorð, orð sem menn skildu og höfðu þörf fyrir. Á vegi hans urðu líka aðrir, þeir sem voru í návígi við sálnaóvininn. Slíka hvatti hann til þolgæðis, fullvissaði þá um að þeir mundu sigra... DL 190.4
Þó að Jesús væri Gyðingur átti hann náin samskipti við Samverja... Hann svaf undir sama þaki og þeir, snæddi með þeim við matborð þeirra — neytti þeirrar fæðu sem þeir höfðu matbúið og borið á borð með höndum sínum — kenndi á strætum þeirra og kom fram við þá af mesu vinsemd og háttvísi. Og með því að hann dró þá að hjarta sér með böndum mannlegrar samúðar veitti hann þeim fyrir guðlega náð sína það hjálpræði sem Gyðingarnir höfnuðu. 6 DL 190.5