Daglegt Líf

180/366

GRÁT EIGI, 28. júní

Hví grœtur þú? Joh. 20, 15 DL 185.1

Oft höfðu þeir (lærisveinarnir) yfir orðin: “En vér vonuðum að hann væri sá er leysa mundi ísrael.” Einmana og sorgmæddir minntust þeir orða hans: “Ef þetta kemur fyrir græna tréð hvað mun þá verða um hið visnaða?” Þeir komu saman í loftherberginu og lokuðu og settu slagbranda fyrir dyrnar og minntust þess að það sem kom fyrir kennarann þeirra ástkæra gæti hvenær sem er komið fyrir þá. DL 185.2

Og allan tímann hefðu þeir getað verið að fagna í þekkingu á upprisnum frelsara. í garðinum hafði María staðið tárfellandi en samt var Jesús alveg við hlið henni. Augu hennar voru svo tárvot að hún greindi hann ekki. Og lærisveinarnir voru svo fullir sorgar að þeir trúðu ekki boðskap englanna eða orðum Krists sjálfs. DL 185.3

Hversu margir gera enn það sem þessir lærisveinar gerðu. En hve örvæntingaróp Maríu endurómar frá mörgum: “Þeir hafa tekið Drottin minn í burtu ... og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.” Til hve margra mætti mæla orð frelsarans: “Hví grætur þú? Hvers leitar þú?” Hann er rétt við hlið þeirra en tárvot augu þeirra greina hann ekki. Hann talar til þeirra en þeir skilja ekki. DL 185.4

0, að niðurbeygða höfuðið mætti beinast upp, að augun mættu opnast til að greina hann svo að eyrun gætu hlýtt á raust hans! “Farið fljótt og segið lærisveinunum að hann sé upprisinn”... Syrgið ekki eins og þeir sem eru vonlausir og hjálparlausir. Jesús lifir og þar sem hann lifir munum vér einnig lifa. Gleðisöngurinn ætti að stíga upp frá þakklátum hjörtum, frá vörum sem snertar hafa verið af Heilögum eldi: Kristur er upprisinn! Hann lifir til að biðja fyrir okkur. Tileinkaðu þér þessa von og hún mun halda sálunni eins og öruggt akkeri. Trú þú og þú munt sjá dýrð Guðs. 87 DL 185.5