Daglegt Líf

177/366

SEGIÐ EKKERT SEM SÆRIR EÐA HRYGGIR, 25. júní

Þvi að sá sem vill elska lifið og sjá góða daga haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá ad mæla svik og hann sneiði sig frá illu og gjöri gott, ástundi frið og keppi eftir honum. 1. Pét. 3, 10. 11 DL 182.1

Það mætti koma í veg fyrir mikla þjáningu, niðurlægingu og eymd ef við gættum stöðugt vara okkar svo að engin svik yrðu til að flekka þær. En hvað við gætum komið í veg fyrir mikinn misskilning, beiskju og kvöl ef við segðum ekkert til þess að særa nema það sem nauðsynlegt væri til að ávíta synd svo að Guð yrði vegsamaður. En hvað við mundum varpa miklu ljósi á vegferð annarra ef við töluðum orð sem bæru með sér gleði, von og trú á Guð og það ljós mundi í auknum styrk endurvarpast á okkar eigin sálir... Hjálpræðisáformið eins og það er opinberað í Biblíunni opnar leið fyrir manninn til að öðlast hamingju og lengja lífdaga sína á jörðinni, auk þess sem hann fær að njóta hylli himinsins og eignast eilíft líf sem jafnast á við líf Guðs. 81 DL 182.2

Margir menn kvarta yfir forsjóninni fyrir þau óþægindi og vanlíðan sem þeir verða að þola þó það sé þeirra eigin lífsstefnu að kenna. Þeim finnst Guð koma ilia fram við þá þegar þeim er einum um að kenna það böl sem þeir verða að þola. Okkar ástríki og miskunnsami himneski faðir hefur sett lög sem stuðla að andlegri, líkamlegri og siðferðislegri heilsu sé þeim hlýtt... DL 182.3

Guð krefst þess að við beygjum vilja okkar undir hans vilja en hann biður okkur ekki um að hætta við neitt það sem væri gott fyrir okkar að halda í. Enginn getur verið hamingjusamur sem helgar líf sitt því að láta eftir sjálfum sér. Hlýðni við Guð er skynsamlegasta stefna fyrir okkur að fylgja því hún leiðir til friðar, ánægju og hamingju... DL 182.4

Tækju menn rétta afstöðu til Guðs með því að fylgja leiðbeiningunum í orði hans gætu þeir komist hjá ótölulegum hættum og fundið þann frið og ánægju sem veitti þeim gleði í lífinu fremur en byrði. 82 DL 182.5