Daglegt Líf

149/366

VINGJARNLEGAR GJÖRÐIR OG ÁNÆGJULEG ORÐ STUÐLA AÐ HEILSU, 28. maí

Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sœt fyrir sálina, lœkning fyrir beinin. Oróskv. 16, 24 DL 154.1

Vingjarnleg, glaðvær, hughreystandi orð munu reynast áhrifameiri en hið mest græðandi lyf. Þau munu veita hjarta hins örvilnaða og kjarklausa hugrekki og sú hamingja og það sólskin sem komið er með inn í fjölskylduna með vingjarnlegum gjörðum og hughreystandi orðum mun endurgjalda viðleitnina tífalt. Eigimaðurinn ætti að muna að mikið af þeirri byrði að ala upp börnin hans hvílir á móðurinni, að hún hefur mikil áhrif á mótun huga þeirra. Þetta ætti að laða fram hinar blíðustu tilfinningar hans og með gætni ætti hann að létta byrðar hennar. Hann ætti að hvetja hana til að treysta á djúpa ástúð hans og beina huga hennar til himins, þar sem er styrkur og friður og endanleg hvíld fyrir hinn lúna. 125 DL 154.2

Vingjarnleiki hans og ástrík kurteisi munu vera henni dýrmæt hvatning og sú hamingja, sem hann veitir mun veita hans eigin hjarta fögnuð og frið. 126 DL 154.3

Hið indælasta tákn um himininn er það heimili, þar sem andi Guðs situr í forsæti... Það ætti að vísa öllu með festu á brott, sem spillir friði og einingu fjölskyldunnar og hlúð skyldi að vingjarnleika og kærleika. 127 DL 154.4

Heimili ætti að vera staður, þar sem glaðværð, kurteisi og kærleikur ríkja. Og þar sem þessar náðargjafir dvelja mun friður og hamingja ríkja. 128 DL 154.5

Með því að sýna þeim, sem heyja baráttu lífsins við erfið skilyrði, dálitla eftirtekt, sem kostar ekkert, er hægt að hressa þá, styrkja og hvetja. Vingjarnleg orð toluð blátt áfram og örlítil eftirtekt, sem veitt er blátt áfram mun feykja í burtu skýjum freistinganna, sem dregur upp á himni sálarinnar. 129 DL 154.6

Fyrir áhrif hógværðar, vingjarnleika og göfugmennsku verður til andrúmsloft, sem græðir en særir ekki. 130 DL 154.7