Daglegt Líf
BÆNIN ALDREI ÓVIÐEIGANDI, 12. Janúar
Verið stöðugir í bœninni og árvakrir í henni og þakkið. Kó l 4, 2 DL 18.1
Það er ekki til sú stund eða staður þar sem ekki er viðeigandi að láta bæn stíga upp til Guðs. Það er ekkert, sem getur hindrað okkur frá því að lyfta hjörtum okkar upp til Guðs í einlægri bæn. Í mannþyrpingunni á götunni, í miðju viðskiptastarfi getum við sent bæn upp til Guðs og beðið um guðlega leiðsögn. 29 DL 18.2
Við getum talað við Jesú er við göngum eftir veginum og hann segir: Ég er við hægri hönd þér. Við getum haft samfélag við Guð í hjörtum okkar, við getum gengið í samfélagi við Krist. Þegar við erum við dagleg störf okkar, getum við látið stíga upp ósk hjartans, án þess að nokkurt mannlegt eyra heyri. En það orð getur ekki dáið út af í þögn, né týnst. Ekkert getur drekkt þrá sálarinnar. Hún heyrist upp yfir skarkala strætisins, yfir vélaskröltið. Það er Guð, sem við tölum við og bæn okkar er heyrð. 30 DL 18.3
Sérhverri einlægri bæn um náð og styrk verður svarað. ... Biðjið Guð að gera fyrir ykkur það sem þið getið ekki gert sjálf. Segið Jesú allt. Opnið honum leyndarmál hjartna ykkar, því augu hans rannsaka hin innstu fylgsni sálarinnar og hann les hugsanir ykkar sem opna bók. Þegar þið hafið beðið um þá hluti sem nauðsynlegir eru velferð sálna ykkar, skulið þið trúa að þið fáið þá og þið munuð öðlast þá. Tak á móti gjöfum hans af öllu hjarta, því að Jesús dó til þess að hinir dýrmætu hlutir himins væru ykkar eign og þið gætuð að lokum eignast heimili með hinum himnesku englum í ríki Guðs. 31 DL 18.4
Ef þú lyftir upp raustu þinni og finnur þér tíma til bæna mun Guð hefja upp raustu sína og finna tíma til að svara. 32 DL 18.5