Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

95/281

Aðra þœtti á að styðja en ekki með tíund

Ýmsir álíta að nota megi tíundina til skólahalds. Enn aðrir líta svo á að halda ætti farandbóksölum uppi með tíundinni. En mikil mistök eru gerð þegar tíundin er notuð í öðrum tilgangi en þeim sem hún á að notast - til uppihalds prestanna ... RR 62.3

Tíundin tilheyrir Drottni og þeim sem blanda sér í hana mun verða hegnt með missi síns himneska fjársjóðar nema þeir iðrist. Látum starfið ekki hindrast lengur af því, að tíundinni er veitt inn í ýmsar aðrar rásir en þær sem Diottinn hefur sagt að þær eigi að fara í. Ráðstafanir þarf að gera fyrir þessa aðra þætti starfsins. Það þarf að halda þeim uppi, en ekki með tíundinni. Guð hefur ekki breyst; tíundina á enn að nota til að halda uppi prestsþjónustunni. - 9 T 247-250 RR 62.4