Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

94/281

Kafla 21—Notkun tíundarinnar

Guð hefur gefið sérstakar leiðbeiningar varðandi notkun tíundarinnar. Hann ætlast ekki til að verk hans lamist vegna skorts á fjármunum. Hann hefur gert skyldur okkar mjög ljósar varðandi þetta atriði, til þess að starfið verði ekki tilviljanakennt og mistök eigi sér stað. Hlutann sem Drottinn hefur tekið frá fyrir sjálfan sig á ekki að nota í neinum öðrum tilgangi en þeim sem hann hefur tilgreint. Engum ætti að finnast þeir hafa leyfi til að halda tíund sinni til að nota samkvæmt þeirra eigin dómgreind. Þeir eiga ekki að nota hana í eigin þágu í neyðartilfellum, eða að nota hana eins og þeim virðist rétt, jafnvel í því sem þeir álíta vera verk Drottins. RR 61.2

Presturinn ætti með boðun og fordæmi að kenna fólkinu að líta svo á að tíundin sé heilög. Honum ætti ekki að finnast hann geta haldið henni og notað hana eftir sínu eigin höfði vegna þess að hann sé prestur. Hún tilheyrir ekki honum. Honum er ekki frjálst að helga sjálfum sér sérhvert það sem honum finnst tilheyra sér. Hann ætti ekki-að leggja áhrif sín í neitt það áform sem miðar að því að nota tíund og gjafir sem helgaðar eru Guði í ólöglegum tilgangi. Þetta á að leggjast í fjárhirslu Guðs og skoðast sem helgað þjónustu hans eins og hann hefur lagt fyrir. RR 61.3

Guð vill að allir ráðsmenn hans séu nákvæmir í því að fylgja guðlegu fyrirkomulagi hans. Þeir eiga ekki að breyta áformi Guðs með því að framkvæma einhverja góðgerðastarfsemi, eða gefa einhverjar gjafir eða færa einhverjar fórnir, þégar og hvernig sem þeim, aðstoðarmönnum Guðs, finnst best henta. Það er mjög léleg stjórnarregla fyrir menn að leitast við að endurbæta áform Guðs, að finna upp bráðabirgðakerfi og láta góðar skyndihvatir sínar í þessu og hinu tilfellinu koma í staðinn fyrir kröfur Guðs. Guð leggur fyrir alla að beita áhrifum sínum til stuðnings við tians eigið fyrirkomulag. Hann hefur gert áform sitt kunnugt, og allir þeir sem vilja samstarfa með honum verða að framfylgjáþessu áformi, í stað þess að dirfast að leitast við að endurbæta það. RR 61.4

Lýður hans í dag á að muna að samkomuhúsið er eign Drottins og að það á að halda því við af samviskusemi. En fjármagn til þessa verks á ekki að koma frá tíundinni. RR 62.1

Mér hefur verið gefinn mjög skýr og ákveðinn boðskapur fyrir fólk okkar. Ég er beðin að segja því, að það geri mistök með því að nota tíundina í ýmsum tilgangi sem ekki er samkvæmt þeim tilgangi sem Drottinn hefur tiltekið, þó tilgangurinn geti verið góður í sjálfu sér. Þeir sem nýta tíundina á þann hátt eru að víkja frá fyrirkomulagi Drottins. Guð mun dæma varðandi þessa hluti. RR 62.2