Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku
Að fá til að endurgjalda
Hvar sem líf er að finna í söfnuði, er aukning og vöxtur. Þar eiga sé einnig stað stöðug skipti, móttaka og afhending, að taka við og láta Guð fá aftur það sem honum tilheyrir. Guð veitir sérhverjum trúuðum ljós og blessun, og hinn trúaði veitir þetta öðrum í því verki sem hann gerir fyrir Drottin. Þegar hann gefur af því sem hann hefur meðtekið, eykst geta hans til að taka við. Rými verður til fyrir nýjar birgðir af náð og sannleika. Skírara ljós og aukin þekking veitast honum. Líf og vöxtur safnaðarins er háð því að þannig sé gefið og veitt viðtaka. Sá sem þiggur en gefur aldrei, hættir bráðlega að fá. Ef sannleikurinn streymir ekki frá honum til annarra, glatar hann getu sinni til að veita viðtöku. Við verðum að veita af gæðum himinsins, ef við eigum að fá nýjar blessanir. RR 24.4
Drottinn hefur ekki í huga að koma til þessarar jarðar og leggja fram gull og silfur til að efla verk sitt. Hann leggur mönnum til auðlindir svo að þeir geti með gjöfum sínum og fórnum haldið starfi hans vaxandi. Gjafir Guðs ætti að nota í einum tilgangi umfram allt annað og það er að halda uppi starfsmönnum á starfsakrinum. Og ef menn vilja verða rásir sem blessanir Guðs geta streymt um til annarra, mun Drottinn sjá um að rásin verði notuð. Það að skila ekki Drottni því sem honum tilheyrir gerir menn fátæka; að halda í gjafir leiðir til fátæktar . . . RR 25.1