Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

269/281

Kafla 64—Að fá öðrum ábyrgðina í hendur

Þeir bræður sem halda hvíldardaginn og færa ábyrgð ráðsmennsku sinnar yfir í hendur eiginkvenna sinna, þó þeir séu sjálfir færir um að standa undir henni, breyta ekki viturlega og valda með því Guði vanþóknun. Ráðsmennsku eiginmannsins er ekki hægt að flytja yfir á eiginkonuna. Samt er þetta oft reynt, báðum til mikils skaða. RR 174.1

Trúaður eiginmaður hefur stundum flutt eigur sínar yfir á vantrúðaða eiginkonu sína og vonast til að með því verði hún ánægð, mótstaða hennar falli niður og að hann geti að lokum fengið hana til að trúa sannleikanum. En þetta er ekkert annað en að gera tilraun til að kaupa friðinn eða borga eiginkonunni til að trúa sannleikanum. Eiginmaðurinn flytur þá fjármuni sem Guð hefur léð til eflingar málefni sínu yfir í hendur þess sem enga samúð hefur með sannleikanum; hvers konar reikniskil mun slíkur ráðsmaður gera þegar meistarinn krefst síns eigin með vöxtum? RR 174.2

Trúaðir foreldrar hafa oft flutt eignir sínar yfir á vantrúuð börn sín og þar með gefið frá sér það vald að láta Guði í té þá hluti sem tilheyra honum. Með þessu gangast þau undan þeirri ábyrgð sem Guð hefur lagt á þau og leggja óvininum í hendur efni sem Guð hefur treyst þeim fyrir og ætlast til að yrði skilað honum aftur með því að þau yrðu fjárfest í málefni hans þegar hann krefðist þess af þeim. RR 174.3

Það er ekki áform Guðs að foreldrar sem færir eru um að sjá um sín eigin mál gefi frá sér stjórn eigna sinna, jafnvel þó það sé til barna með sömu trú. Þau hafa sjaldan eins mikla helgun til að bera eins og þau ættu að hafa, og þau hafa ekki verði reynd í erfiðleikum og þjáningum þannig, að þau leggi hærra mat á eilífðarvermæti en á jarðnesk. Efni sem fengin eru slíkum í hendur leiða af sér margt illt. Þau eru þeim freisting til að festa tilfinningar sínar við jarðneska hluti og að setja traust sitt á eignir og finnast þau þarfnist lítils umfram það. Þegar fjármunir sem þau hafa ekki sjálf unnið fyrir komast í hendur þeirra, nota þau þá sjaldan viturlega. RR 174.4

Eiginmaðurinn sem flytur eignir sínar yfir á eiginkonu sína, opnar henni víðar dyr freistinga, hvort sem hún er trúuð eða vantrúuð. Ef hún er trúuð og í eðli sínu nísk, gefin til eigingirni og er söfnunarglöð, verður baráttan miklu erfiðari fyrir hana þegar hún þarf að stjórna ráðsmennskumálum eiginmanns síns og jafnframt sínum eigin. Til þess að frelsast verður hún að vinna bug á öllum þessum sérstöku illu persónueinkennum, líkja eftir lyndiseinkunn herra síns og leita að tækifærum til að gera öðrum gott - að elska aðra eins og Kristur hefur elskað okkur. Hún ætti að rækta hin dýrmætu gjöf kærleikans sem frelsari okkar átti svo mikið af. Líf hans einkenndist af göfugri, óeigingjarnri góðvild. Gjörvallt líf hans spilltist ekki af einni einustu eigingjarnri athöfn. RR 175.1

Hver sem tilgangur eiginmannsins er, hefur hann komið fyrir hræðilegri hrösunarhellu á vegi eiginkonu sinnar hvað varðar verk hennar í að vinna sigur á göllum sínum. Og ef flutningurinn er gerður yfir á börn hans, geta sömu illu afleiðingarnar hlotist af. Guð les ætlanir hans. Ef hann er eigingjarn og hefur framkvæmt flutninginn til að dylja ágirnd sína og til að koma sér undan að gera nokkuð til að styrkja málefnið, mun bölvun himinsins vissulega fylgja. RR 175.2

Guð les tilgang og fyrirætlanir hjartans og prófar hvatirnar sem liggja að baki gjörðum mannanna barna. Örugga, sýnilega vanþóknun hans birtist ef til vill ekki eins og í tilfelli Ananíasar og Saffíru, en samt, að lokum, mun hegningin í engu tilfelli verða léttari en sú hegning sem kom niður á þeim. Með því að reyna að blekkja Guð, voru þau að ljúga að Guði. “Sú sálin sem syndgar, hún skal deyja.” ... RR 175.3

Þeir sem hrósa sér af að þeir geti komið ábyrgð sinni yfir á eiginkonuna eða börnin, eru blekktir af óvininum. Eignaflutningur mun ekki minnka ábyrgð þeirra. Þeir eru ábyrgir fyrir þeim efnum sem himinninn hefur fallið í þeirra umsjá, og á engan hátt geta þeir komið sér undan þessari ábyrgð fyrr en þeir hafa skilað aftur til Guðs því sem hann hefur fengið þeim í hendur. - 1 T 528 RR 175.4