Boðskapur til safnaðarins, vol. 2
Kafli 65— Jósúa og engillinn
Ef hægt væri að hefja upp tjaldið sem aðskilur hið ósýnilega frá hinu sýnilega og fólk Guðs gæti greint hina miklu deilu sem á sér stað á milli Krists og heilagra engla og Satans og hans illu hersveita um endurlausn mannsins, ef þau gætu skilið hið undursamlega verk Guðs við að bjarga sálum úr fjötrum syndarinnar og hvernig hann sýnir stöðugt mátt sinn til að vernda þau frá illsku hins illa, yrðu þau betur undir það búin að standa í gegn vélabrögðum Satans. Þau mundi setja hljóð yfir því hversu hjálpræðisáformið væri víðtækt og þýðingarmikið og hversu mikið starf væri þeim á höndum sem samstarfsmenn Krists. Þau mundu finna til lítilmótleika en samt hvatningar að vita það að allur himinninn hefur áhuga á hjálpræði þeirra. BS2 420.1
Kröftugasta og áhrifaríkasta dæmið um verk Satans og verk Krists og mátt meðalgangara okkar til þess að sigra ákæranda bræðranna er gefið í spádómi Sakaría.Í heilagri sýn sér spámaðurinn Jósúa æðsta prest klæddan „óhreinum klæðum” standa frammi fyrir engli Drottins og biðja um náð Guðs til handa fólki hans sem er í mikilli neyð. Satan stendur honum til hægri handar og vinnur á móti honum. Æðsti presturinn getur ekki varið sig eða fólk sitt gegn ákærum Satans. Hann heldur því ekki fram að Ísrael sé gallalaus. Hann stendur frammi fyrir englinum í saurugum klæðum sem eru tákn um syndir fólksins en klæðin ber hann sem fulltrúi þeirra og játar sekt þeirra en bendir samt á iðrun þeirra og auðmýkt og treystir á náð fyrirgefandi frelsara og treystir í trú á fyrirheit Guðs. BS2 420.2
Þá þaggar engillinn, sem er Kristur sjálfur frelsari syndaranna, niður í ákæranda fólks hans og segir: „Drottinn ávíti þig, Satan! Drottinn sem útvalið hefur Jerusalem, ávíti þig! Er ekki þessi eins og brandur úr báli dreginn?” Sakaría 3, 2. BS2 420.3
Þegar bæn Jósúa er meðtekin er boðið gefið: „Færið hann úr hinum óhreinu klæðum” og við Jósúa segir engillinn: „Sjá, ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði.” „Látið hreinan ennidúk um höfuð hans! Þá létu þeir hreinan ennidúk um höfuð hans.” Sakaría 3, 4. 5. Fyrirgefnar voru hans eigin syndir og syndir fólks hans. Ísrael var klæddur í „skrúðklæði” — réttlæti Krists var veitt þeim. BS2 420.4
Eins og Satan ákærði Jósúa og folk hans þannig hefur hann á öllum öldum ákært þá sem leita náðar og hylli Guðs. í Opinberunarbókinni er hann sagður vera „kærandi bræðra vorra,” „sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt.” Op. 12, 10. Þessi deila snýst um hverja sál sem bjargast frá mætti hins illa og á nafn sitt skráð í lífsbók lambsins. Aldrei er neinn tekinn úr fjölskyldu Satans inn í fjölskyldu Guðs án þess að mæta fastri mótspyrnu frá hinum illa. Ákærur Satans gegn þeim sem leita Drottins eru ekki sprottnar af óánægju yfir syndum þeirra. Hann fagnar yfir gallaðri lyndiseinkunn þeirra. Hann getur aðeins öðlast mátt yfir þeim fyrir afbrot þeirra á lögum Guðs. Ákærur hans koma eingöngu vegna fjandskapar hans við Krist. Fyrir hjálpræðisáformið er Jesús að rjúfa tak Satans á mannkyninu og að bjarga sálum frá maetti hans. Allt hatur og illska uppreisnarforingjans losnar úr læðingi er hann sér vottinn um alveldi Krists og með djöfullegum mætti og vélum vinnur hann að því að skilja frá Kristi leifar mannkynsins sem hafa meðtekið hjálpræði hans. BS2 421.1
Hann leiðir menn til efasemda, fær þá til að missa traust á Guði og að segja skilið við kærleika hans. Hann freistar þeirra til að brjóta lög hans og síðan telur hann þá fanga sína og dregur í efa rétt Krists til að taka þá frá sér. Hann veit að þeir sem leita Guðs einlæglega eftir fyrirgefningu og náð munu hljóta hana. Þess vegna sýnir hann þeim syndir þeirra til að draga kjark úr þeim. Hann er stöðugt að vinna gegn þeim sem eru að reyna að hlýða Guði. Jafnvel bestu og ágætustu þjónustu þeirra leitast hann við að láta líta út sem spillta. Með ótöldum vélum, slóttugum og grimmum, leitast hann við að vinna að fordæmingu þeirra. BS2 421.2
Maðurinn getur ekki staðist þessar ákærur sjálfur. Hann stendur frammi fyrir Guði í óhreinum klæðum vegna syndarinnar og játar synd sína. En Jesús meðalgöngumaður okkar færir fram áhrifaríka bæn fyrir öllum þeim sem fyrir iðrun og trú hafa falið honum varðveislu sálar sinnar. Hann leggur mál þeirra fram og sigrar ákærendur þeirra með hinum miklu rökum Golgata. Hin fullkomna hlýðni hans við lögmál Guðs allt fram í dauða á krossi hefur gefið honum allt vald á himni og jörðu og hann biður föður sinn um náð og fyrirgefningu fyrir sekan mann. Hann segir við kæranda fólks síns: „Drottinn ávíti þig, Satan. Þessa hef ég keypt með blóði mínu. Þeir eru brandar úr báli dregnir.” Þeir sem byggja á honum í trú fá að heyra þessi huggandi fyrirheit: „Sjá ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði.” BS2 421.3
Allir þeir sem hafa klæðst skikkju réttlætis Krists munu standa frammi fyrir honum sem útvaldir, trúir og sannir. Satan hefur engan mátt til þess að taka þá úr hendi Krists. Ekki mun ein sál sem í iðrun og trú hefur beðið um vernd Krists vera látin komast undir mátt óvinarins. Orð hans gefur þetta fyrirheit: „Hann leiti hælis hjá mér og gjöri frið við mig.” Jes. 17, 5. Fvrirheitið sem gefið var Jósúa var gefið öllum: „Ef þú gengur á mínum vegum og varðveitir boðorð mín, þá skalt þú og stjórna húsi mínu og gæta forgarða minna og ég heimila þér gang á meðal þessara þjóna minna.” Sakaría 3, 7. Englar Guðs munu ganga beggja vegna þeirra jafnvel í þessum heimi og þeir munu standa að lokum meðal engla sem umkringja hásæti Guðs. BS2 422.1
Sú staðreynd að þeir sem eru viðurkenndir sem fólk Guðs eru sýndir standandi frammi fyrir Drottni í óhreinum klæðum ætti að leiða til auðmýktar og rannsókna hjartans af hálfu allra þeirra sem játa nafn hans. Þeir sem í sannleika hreinsa sálir sínar fyrir hlýðni við sannleikann munu líta sjálfa sig smáum augum. Því nánar sem þeir skoða flekklausa lyndiseinkunn Krists þeim mun sterkari verður þrá þeirra til að líkjast mynd hans og því mun minna munu þeir sjá af hreinleika og heiðarleika í sjálfum sér. En á sama tíma og við ættum að gera okkur grein fyrir syndugu ástandi okkar ættum við að byggja á Kristi sem réttlæti okkar og helgun og endurlausn. Við getum ekki svarað ákærum Satans gegn okkur. Kristur einn getur borið fram áhrifamikla bæn okkar vegna. Hann er fær um að þagga niður í kærandanum með rökum sem ekki eru byggð á okkar verðleikum heldur á hans eigin verðleikum.
BS2 422.2
Hinn síðasti söfnuður
Sýn Sakaría um Jósúa og engilinn á sérstaklega við reynslu Guðs fólks á lokadögum hinnar miklu friðþægingar. Hinn síðasti söfnuður mun verða leiddur í miklar reynslur og vanda. Þeir sem varðveita boó Guðs og trúna á Jesúm munu finna fyrir reiði drekans og hersveita hans. Satan telur heiminn sem sína eign og hann hefur náð stjórn á fráföllnum kirkjudeildum en það er lítill flokkur sem stendur í gegn yfírráðum hans. Ef hann gæti þurrkað þá út af jörðinni yrði sigur hans algjör. Eins og hann hafði áhrif á heiðnar þjóðir til þess að eyða Ísrael mun hann í náinni framtíð vekja upp ill öfl jarðarinnar til að eyða fólki Guðs. Af öllum mun verða krafist að sýna hlýðni við fyrirmæli manna á kostnað guðlegra laga. Þeir sem vilja vera sannir Guði og skyldunni munu sæta þvingunum og þeir fordæmdir og þeim útskúfað. Bæði foreldrar og bræður, ættmenn og vinir munu svíkja þá. BS2 422.3
Eina von þeirra er í náð Guðs og eina vörn þeirra mun vera bænin. Eins og Jósúa bað frammi fyrir englinum þannig mun hinn síðasti söfnuður með sundurrifnu hjarta og í einlægri trú biðja um fyrirgefningu og lausn vegna Jesú, málsvara þeirra. Þeim er syndugt líferni sitt fullljóst, þau sjá veikleika sinn og óverðugleika og þegar þau líta á sig sjálf verða þau að örvæntingu komin. Freistarinn stendur hjá til að ákæra þau eins og hann stóð hjá til að vinna á móti Jósúa. Hann bendir á óhrein klæði þeirra og gallaða lyndiseinkunn. Hann sýnir fram á veikleika þeirra og heimskupör, vanþakklæti þeirra og hversu þau eru ólík Kristi en allt þetta hefur vanheiðrað endurlausnarann. Hann reynir að skelfa þau með þeirri hugsun að mál þeirra sé vonlaust, að saurgun þeirra verði aldrei afmáð. Hann leitast við að rífa niður trú þeirra svo að þau láti undan freistingum hans og snúi sér frá hollustu við Guð og fái merki dýrsins. BS2 423.1
Frammi fyrir Satan leggur Satan áherslu á ákærur gegn þeim og lýsir yfir að þeir hafa vegna synda sinna hafnað guðlegri vernd og krefst þess að fá að eyða þeim sem afbrotamönnum. Hann lýsir því yfir að það sé alveg eins réttlátt að þau séu útilokuð frá hylli Guðs sem hann sjálfur. „Eiga þessir,” segir hann, „að vera það fólk sem á að taka minn sess á himnum og sess þeirra engla sem slógust í hóp með mér? Þó að þau segist hlýða lögmáli Guðs hafa þau þá í rauninni haldið það? Hafa þau ekki elskað sjálf sig meira en Guð? Hafa þau ekki sett eigin áhugamál ofar þjónustu hans? Hafa þau ekki elskað það sem í heiminum er? Lítið á syndir þeiira sem hafa einkennt líf þeirra. Sjáið eigingirni þeirra, illsku þeirra og hatur gagnvart hvert öðru.” BS2 423.2
Fólk Guðs hefur að mörgu leyti verið mjög gallað. Satan hefur nákvæma vitneskju um syndir þær sem hann hefur freistað þeirra til að drýgja og hann setur þær fram í ýktri mynd og segir: „Mun Guð reka mig og engla mína burtu frá návist sinni en launa samt þeim sem hafa verið sekir um sömu syndir? Þetta getur þú ekki gert, ó Drottinn, í réttlæti. Hásæti þitt mun ekki standa í réttlæti og heiðarleika. Réttlæti krefst þess að dómur sé kveðinn upp yfir þeim” BS2 423.3
En þó að fylgjendur Krists hafi syndgað hafa þeir ekki lagt sig undir stjórn hins illa. Þeir hafa sagt skilið við syndir sínar og hafa leitað til Drottins í auðmýkt og iðrun og málsvarinn guðlegi leggur mál þeirra fram. Sá sem mest hefur orðið fyrir barðinu á vanþakklæti þeirra, sem þekkir syndir þeirra og veit líka um iðrun þeirra segir: „Drottinn ávíti þig, Satan. Ég hef gefið lif mitt fyrir þessar sálir. Nöfn þeirra eru grafin á lófa mína.”
BS2 424.1
Klædd skikkju réttlætis Krists
Þegar fólk Guðs hrjáir sálu sína frammi fyrir honum og biður um hreinleika hjartans er þetta boð látið ganga út: „Takið hin óhreinu klæði” frá þeim og þessi uppörvunarorð eru sögð: „Sjá ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði.” Flekklaus skikkja réttlætis Krists er sett á herðar barna Guðs sem hefur verið freistað og þau reynd en samt reynst trú. Hinar fyrirlitnu leifar eru klæddar í dýrðleg klæði og munu aldrei verða saurgaðar af spillingu heimsins. Nöfn þeirra varðveitast í lífsbók lambsins og eru skráð þar meðal trúaðra allra alda. Þau hafa staðið í gegn vélabrögðum svikarans. Öskur drekans hefur ekki megnað að snúa þeim frá hlýðni sinni. Nú eru þau að eilífu örugg fyrir vélarbrögðum freistarans. Syndir þeirra eru lagðar á þann sem er rót þeirra. BS2 424.2
Leifarnar hafa ekki aðeins hlotið fyrirgefningu og viðtöku heldur líka heiður. „Ennidúkur” er settur á höfuð þeirra. Þau eiga að vera sem konungar og prestar fyrir Guði. Meðan Satan var að bera fram ásakanir sínar og leitast við að eyða þessum hóp gengu heilagir englar óséðir fram og til baka og settu á þau innsigli lifanda Guðs. Það eru þessir sem standa á Síonfjalli með lambinu og hafa nafn föður síns rituð á enni sín. Þau syngja nýjan söng frammi fyrir Guði, þann söng sem enginn maður getur lært nema 144 þúsundir sem voru endurleystar af jörðinni. „Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guöi og handa lambinu. Og í munni þeirra var enga lygi að finna. Þeir eru lýtalausir.” Op. 14, 4. 5.1 BS2 424.3